Styrmir svarar 26. september 2005 00:01 Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira