Værukær varnarleikur í Varsjá 7. október 2005 00:01 Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira