Sport

Æsi­spennandi úr­slita­leikir í keilunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslandsmeistarar í tvímenningi. Ísak Birkir og Mikael Aron.
Íslandsmeistarar í tvímenningi. Ísak Birkir og Mikael Aron. mynd/aðsend

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmót para í keilu og einnig var keppt í tvímenningi.

Í úrslitum parakeppninnar spiluðu Hafdís Pála Jónasdóttir og Hafþór Harðarson á móti Lindu Hrönn Magnúsdóttur og Gunnari Þór Ásgeirssyni.

Meistarar í parakeppni. Hafþór og Hafdís Pála.mynd/aðsend

Fyrsti leikurinn fór 385-457 fyrir Hafdísi og Hafþóri. Annar leikurinn var æsispennandi en hann fór 459-456 fyrir Lindu og Gunnari. Þriðji leikurinn fór síðan 308-386 Hafdísi og Hafþóri. Staðan var þá jöfn og úrslitin réðust í síðasta leik. Hann endaði 383-390 fyrir Hafdísi og Hafþór sem þar með urðu Íslandsmeistarar para.

Í tvímenningi léku til úrslita þeir Ísak Birkir Sævarsson og Mikael Aron Vilhelmsson gegn þeim Ásgeiri Karli Gústafssyni og Gunnari Þór Ásgeirssyni. Þar urðu Ísak og Mikael Íslandsmeistarar eftir hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×