Litlu sparisjóðirnir þoli varla hærri bindiskyldu 3. nóvember 2005 20:00 Litlu sparisjóðirnir þola varla hærri bindiskyldu, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann undrast málfluting þeirra sem vilja snúa til fyrri hátta, enda notar enginn seðlabanki í þróuðu ríki, bindiskyldu í baráttunni við verðbólgu. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2í gær, að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta hratt vaxandi verðbólgu. Bindiskyldan segir til um hversu mikin hluta fjár síns viðskiptabankar og sparisjóðir þurfa að geyma í Seðlabankanum. Nú er þetta hlutfall tvö prósent. Fyrir nokkrum misserum var það fjögur prósent sem þýddi að þá höfðu bankarnir minna fé til að lána út. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að bindiskyldan sé tæki sem Seðlabankinn gæti notað. Hins vegar noti enginn seðlabanki í þróuðu ríki lengur bindiskyldu sem stjórntæki til að stýra peningamálum. Aðspurður hvort hægt sé að beita bindisskyldu og vaxtahækkunum saman segir Arnór að báðar aðgerðir leiði til hærri vaxta og til þess að krónan styrkist. Það sé því ekki rétt sem sumir álíti að þetta sé á einhvern hátt mýkri aðgerð. Þvert á móti geti hún komið ójafnt niður á einstökum lánastofnunum. Litlir sparisjóðir þoli illa hærri bindiskyldu en stærri fjármálastofnanir eigi fleiri kosta völ þar sem þær geti t.d. frekar fengið erlend lán. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Litlu sparisjóðirnir þola varla hærri bindiskyldu, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann undrast málfluting þeirra sem vilja snúa til fyrri hátta, enda notar enginn seðlabanki í þróuðu ríki, bindiskyldu í baráttunni við verðbólgu. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2í gær, að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta hratt vaxandi verðbólgu. Bindiskyldan segir til um hversu mikin hluta fjár síns viðskiptabankar og sparisjóðir þurfa að geyma í Seðlabankanum. Nú er þetta hlutfall tvö prósent. Fyrir nokkrum misserum var það fjögur prósent sem þýddi að þá höfðu bankarnir minna fé til að lána út. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að bindiskyldan sé tæki sem Seðlabankinn gæti notað. Hins vegar noti enginn seðlabanki í þróuðu ríki lengur bindiskyldu sem stjórntæki til að stýra peningamálum. Aðspurður hvort hægt sé að beita bindisskyldu og vaxtahækkunum saman segir Arnór að báðar aðgerðir leiði til hærri vaxta og til þess að krónan styrkist. Það sé því ekki rétt sem sumir álíti að þetta sé á einhvern hátt mýkri aðgerð. Þvert á móti geti hún komið ójafnt niður á einstökum lánastofnunum. Litlir sparisjóðir þoli illa hærri bindiskyldu en stærri fjármálastofnanir eigi fleiri kosta völ þar sem þær geti t.d. frekar fengið erlend lán.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira