Pistons með áttunda sigurinn í röð 16. nóvember 2005 16:30 Chauncey Billups og félagar í Detroit eru á mikilli siglingu í upphafi leiktíðar og hafa unnið átta fyrstu leiki sína NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira