Verðskuldaður sigur Manchester United 27. nóvember 2005 19:00 Wayne Rooney fór á kostum í liði Manchester United í dag og það var við hæfi að honum væri líkt við George heitinn Best á þessum degi. NordicPhotos/GettyImages Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira