Mikilvægur gluggi til fortíðar Jón Kaldal skrifar 27. apríl 2006 06:00 Þegar afmælum er fagnað er venjan sú að afmælisbarninu eru færðar gjafir. Fréttablaðið og útgáfufélag þess 365 ákváðu hins vegar að snúa þessari hefð við og færa Landsbókasafni Íslands veglega gjöf í tilefni af fimm ára útgáfuafmæli sem Fréttablaðið fagnar um þessar mundir. Gjöfin er stórmerkilegt blaðasafn sem Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi útgefandi DV um árabil og einn af guðfeðrum Fréttablaðsins, á veg og vanda af. Dagblaðasafn Sveins er einstakt í sinni röð en það samanstendur af öllum tölublöðum af Vísi, Dagblaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu og er kirfilega innbundið, að stóru leyti í vandaðar leðurbækur. Sveinn vann um árabil að uppbyggingu safnsins, sem hófst í kringum 1960, en mesti fengur söfnunarinnar var eflaust þegar hann eignaðist sögufrægt dagblaðasafn Böðvars Kvaran tíu árum síðar, í kringum 1970. Dagblaðasafn Sveins komst í eigu 365 í framhaldi af kaupum á DV og það er 365 mikið gleðiefni að koma því í örugga höfn til Landsbókasafnsins þar sem fer fram stórmerkileg vinna við að koma prentuðu efni á stafrænt form og gera það aðgengilegt á netinu. Samkvæmt nýjustu talningu safnsins eru nú meðal annars þegar aðgengileg á stafrænu formi öll kort af Íslandi frá upphafi til 1900, um 390.000 blaðsíður af handritum og öll íslensk tímarit frá upphafi til 1920. 365 fylgir gjöfinni úr hlaði með veglegu fjárframlagi til Landsbókasafnsins vegna stafrænnar ljósmyndunar á Vísi, Dagblaðinu, DV og Fréttablaðinu auk þess sem samkomulag hefur verið gert um frekara samstarf um afhendingu 365 á þeim blöðum sem félagið gefur út á stafrænu formi, en eins og dyggir lesendur Fréttablaðsins á netinu vita er hægt að lesa blaðið þar í heild á pdf-formi. Þessi þáttur samningsins er ekki síst mikilvægur fyrir Fréttablaðið, sem og íslenskt þjóðfélag og umræðu í heild, því nokkuð hefur skort upp á að efni áður útgefinna tölublaða sé nægilega aðgengilegt á netinu. Morgunblaðið hefur verið í fararbroddi íslenskra dagblaða við að gera útgefið efni sitt öllum aðgengilegt, bæði með afbragðs gagnasafni á netinu og með sambærilegum samningi við Landsbókasafnið og Fréttablaðið hefur nú gert um stafræna ljósmyndun á blöðunum. Gjarnan er haft á orði að dagblöð geri ekki annað en að spegla samtíma sinn, en lesendur vita líka að sú mynd sem er varpað upp af atburðum líðandi stundar getur verið ansi misjöfn eftir því í hvaða blaði hún birtist. Í því sambandi er mjög mikilvægt að geta kynnt sér umræðu, fréttir og önnur skrif um tiltekin mál frá sem flestum hliðum. Gjöf og samningur 365 við Landsbókasafn Íslands er lóð á þá vogarskál hvort sem horft er aftur til upphaf síðustu aldar, eða bara tvö ár aftur í tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun
Þegar afmælum er fagnað er venjan sú að afmælisbarninu eru færðar gjafir. Fréttablaðið og útgáfufélag þess 365 ákváðu hins vegar að snúa þessari hefð við og færa Landsbókasafni Íslands veglega gjöf í tilefni af fimm ára útgáfuafmæli sem Fréttablaðið fagnar um þessar mundir. Gjöfin er stórmerkilegt blaðasafn sem Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi útgefandi DV um árabil og einn af guðfeðrum Fréttablaðsins, á veg og vanda af. Dagblaðasafn Sveins er einstakt í sinni röð en það samanstendur af öllum tölublöðum af Vísi, Dagblaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu og er kirfilega innbundið, að stóru leyti í vandaðar leðurbækur. Sveinn vann um árabil að uppbyggingu safnsins, sem hófst í kringum 1960, en mesti fengur söfnunarinnar var eflaust þegar hann eignaðist sögufrægt dagblaðasafn Böðvars Kvaran tíu árum síðar, í kringum 1970. Dagblaðasafn Sveins komst í eigu 365 í framhaldi af kaupum á DV og það er 365 mikið gleðiefni að koma því í örugga höfn til Landsbókasafnsins þar sem fer fram stórmerkileg vinna við að koma prentuðu efni á stafrænt form og gera það aðgengilegt á netinu. Samkvæmt nýjustu talningu safnsins eru nú meðal annars þegar aðgengileg á stafrænu formi öll kort af Íslandi frá upphafi til 1900, um 390.000 blaðsíður af handritum og öll íslensk tímarit frá upphafi til 1920. 365 fylgir gjöfinni úr hlaði með veglegu fjárframlagi til Landsbókasafnsins vegna stafrænnar ljósmyndunar á Vísi, Dagblaðinu, DV og Fréttablaðinu auk þess sem samkomulag hefur verið gert um frekara samstarf um afhendingu 365 á þeim blöðum sem félagið gefur út á stafrænu formi, en eins og dyggir lesendur Fréttablaðsins á netinu vita er hægt að lesa blaðið þar í heild á pdf-formi. Þessi þáttur samningsins er ekki síst mikilvægur fyrir Fréttablaðið, sem og íslenskt þjóðfélag og umræðu í heild, því nokkuð hefur skort upp á að efni áður útgefinna tölublaða sé nægilega aðgengilegt á netinu. Morgunblaðið hefur verið í fararbroddi íslenskra dagblaða við að gera útgefið efni sitt öllum aðgengilegt, bæði með afbragðs gagnasafni á netinu og með sambærilegum samningi við Landsbókasafnið og Fréttablaðið hefur nú gert um stafræna ljósmyndun á blöðunum. Gjarnan er haft á orði að dagblöð geri ekki annað en að spegla samtíma sinn, en lesendur vita líka að sú mynd sem er varpað upp af atburðum líðandi stundar getur verið ansi misjöfn eftir því í hvaða blaði hún birtist. Í því sambandi er mjög mikilvægt að geta kynnt sér umræðu, fréttir og önnur skrif um tiltekin mál frá sem flestum hliðum. Gjöf og samningur 365 við Landsbókasafn Íslands er lóð á þá vogarskál hvort sem horft er aftur til upphaf síðustu aldar, eða bara tvö ár aftur í tímann.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun