Sigurgleði og brostnar vonir 28. maí 2006 03:46 Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og frambjóðendur og flokkar ýmist fagna unnum sigri eða sleikja sárin eftir talningarnóttina. Í dag og næstu daga skýrist svo hvernig valdahlutföllin verða í sveitarstjórnum landsins að loknum kosningum og hverjir verða við völd þar næstu fjögur árin, nema þar sem einn flokkur náði meirihluta í gær. Sveitarfélögum hefur fækkað úr 105 í 79 frá síðustu kosningum og að þessu sinni var sjálfkjörið í aðeins tveimur þeirra, en óhlutbundin kosning í 19. Víða háttar þannig til eftir kosningaúrslitin í nótt að þar er töluverð óvissa um framgang mála, og það er ekki nema á þeim stöðum þar sem einn listi fékk hreinn meirihluta að kjósendur vita nokkurn veginn hvernig verður staðið að málum í þeirra bæjarfélagi á næstu árum. Þar verða menn líka að standa við gefin loforð, og þar er hægt að ganga eftir að þeir efni þau. Þau bæjarfélög eru hins vegar í miklum meirihluta þar sem fleiri en einn flokkur við stjórn og þar þarf að semja um framgang mála. Kjósendur í þessum sveitarfélögum geta því síður gengið að einhverju vísu, en oft vilja stefnuskrár meirihluta þar sem fleiri en einn flokkur koma að málum líkjast miðjumoði og bera þess greinilega merki að um málamiðlun er að ræða. Framkvæmdagleði sitjandi sveitarstjórna á síðustu tveimur árum setur oft strik í reikninginn hjá nýkjörnum fulltrúum og þrátt fyrir gefin loforð fyrir kosningar tekst ekki alltaf að láta draumana rætast eftir kosningar, þótt menn séu komnir með völdin. Ekki er því allt sem sýnist þrátt fyrir unninn sigur í kosningunum í gær. Kosningabaráttan var í fyrstu talin frekar dauf, ef miðað er við fyrri kosningar, en þegar á reyndi færðist mikið fjör í hana, ekki aðeins í höfuðborginni, sem augu manna beindust að í síauknum mæli, heldur ekki síður víða um land, þar sem menn börðust hart fram á síðustu stundu. Það er að mörgu leyti æskilegt að kosningabaráttan sé stutt og snörp og þar gegna fjölmiðlar mikilvægu hlutverki. Með aukinni almennri fjölmiðlun, og eftir að flokksblöðin eru horfin af vettangi, gefst kjósendum betra tækifæri en áður til að fá réttar og góðar upplýsingar um stefnu og markmið flokkanna. Þróun varðandi stærð sveitarfélaga stefnir í rétta átt, en betur má ef duga skal. Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í gær voru greidd atkvæði um nöfn á nokkrum nýjum og stærri sveitarfélögum. Ýmis nöfn á sveitarfélögum sem orðið hafa til á síðustu árum hafa átt erfitt updráttar og stefnir í að svo verði áfram. Gömul og gróin nöfn ættu í sem flestum tilfellum að fá að njóta sín til hægðarauka fyrir heimamenn og aðra landsmenn. Staðreyndin er sú að það tekur langan tíma fyrir ný nöfn að festa sig í sessi meðal almennings og á þá ekki stærsti staðurinn í nýju sveitarfélagi að ráða ferðinni hvað þetta varðar? Þetta getur verið viðkvæmt mál fyrir hina minni, en í málum sem þessum verður að hafa heildina í huga. Þau nöfn sem kjósendur í nýju sveitarfélagi í Þingeyjarsýslum áttu kost á að velja um minna menn ekki beinlínis á Húsavík, stærsta og öflugasta sveitarfélagið á svæðinu, en þá verður að viðurkenna að innan hins nýja sveitarfélags eru líka Kópasker og Raufarhöfn og íbúar þar og í sveitunum ættu í fyrstu erfitt með að viðurkenna nafnið Húsavík, en það myndi venjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og frambjóðendur og flokkar ýmist fagna unnum sigri eða sleikja sárin eftir talningarnóttina. Í dag og næstu daga skýrist svo hvernig valdahlutföllin verða í sveitarstjórnum landsins að loknum kosningum og hverjir verða við völd þar næstu fjögur árin, nema þar sem einn flokkur náði meirihluta í gær. Sveitarfélögum hefur fækkað úr 105 í 79 frá síðustu kosningum og að þessu sinni var sjálfkjörið í aðeins tveimur þeirra, en óhlutbundin kosning í 19. Víða háttar þannig til eftir kosningaúrslitin í nótt að þar er töluverð óvissa um framgang mála, og það er ekki nema á þeim stöðum þar sem einn listi fékk hreinn meirihluta að kjósendur vita nokkurn veginn hvernig verður staðið að málum í þeirra bæjarfélagi á næstu árum. Þar verða menn líka að standa við gefin loforð, og þar er hægt að ganga eftir að þeir efni þau. Þau bæjarfélög eru hins vegar í miklum meirihluta þar sem fleiri en einn flokkur við stjórn og þar þarf að semja um framgang mála. Kjósendur í þessum sveitarfélögum geta því síður gengið að einhverju vísu, en oft vilja stefnuskrár meirihluta þar sem fleiri en einn flokkur koma að málum líkjast miðjumoði og bera þess greinilega merki að um málamiðlun er að ræða. Framkvæmdagleði sitjandi sveitarstjórna á síðustu tveimur árum setur oft strik í reikninginn hjá nýkjörnum fulltrúum og þrátt fyrir gefin loforð fyrir kosningar tekst ekki alltaf að láta draumana rætast eftir kosningar, þótt menn séu komnir með völdin. Ekki er því allt sem sýnist þrátt fyrir unninn sigur í kosningunum í gær. Kosningabaráttan var í fyrstu talin frekar dauf, ef miðað er við fyrri kosningar, en þegar á reyndi færðist mikið fjör í hana, ekki aðeins í höfuðborginni, sem augu manna beindust að í síauknum mæli, heldur ekki síður víða um land, þar sem menn börðust hart fram á síðustu stundu. Það er að mörgu leyti æskilegt að kosningabaráttan sé stutt og snörp og þar gegna fjölmiðlar mikilvægu hlutverki. Með aukinni almennri fjölmiðlun, og eftir að flokksblöðin eru horfin af vettangi, gefst kjósendum betra tækifæri en áður til að fá réttar og góðar upplýsingar um stefnu og markmið flokkanna. Þróun varðandi stærð sveitarfélaga stefnir í rétta átt, en betur má ef duga skal. Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í gær voru greidd atkvæði um nöfn á nokkrum nýjum og stærri sveitarfélögum. Ýmis nöfn á sveitarfélögum sem orðið hafa til á síðustu árum hafa átt erfitt updráttar og stefnir í að svo verði áfram. Gömul og gróin nöfn ættu í sem flestum tilfellum að fá að njóta sín til hægðarauka fyrir heimamenn og aðra landsmenn. Staðreyndin er sú að það tekur langan tíma fyrir ný nöfn að festa sig í sessi meðal almennings og á þá ekki stærsti staðurinn í nýju sveitarfélagi að ráða ferðinni hvað þetta varðar? Þetta getur verið viðkvæmt mál fyrir hina minni, en í málum sem þessum verður að hafa heildina í huga. Þau nöfn sem kjósendur í nýju sveitarfélagi í Þingeyjarsýslum áttu kost á að velja um minna menn ekki beinlínis á Húsavík, stærsta og öflugasta sveitarfélagið á svæðinu, en þá verður að viðurkenna að innan hins nýja sveitarfélags eru líka Kópasker og Raufarhöfn og íbúar þar og í sveitunum ættu í fyrstu erfitt með að viðurkenna nafnið Húsavík, en það myndi venjast.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun