Hávaxtabankar 9. júní 2006 00:01 Það eru fleiri bankar en Seðlabankinn sem geta skilað háum vöxtum. Selvogsbankinn getur einnig skilað háum raunvöxtum og það í raunverulegum verðmætum en ekki pappírspeningum. En kjarni málsins er þó sá að þeir einir njóta hárra vaxta sem spara. Hinir sem taka að láni verða að greiða þá. Þetta er sú efnahagslega staðreynd sem við stöndum frammi fyrir varðandi þorskstofninn. Sumir segja að verndarstefnan hafi mistekist. Sanni nær væri að segja að umframeyðslan hafi verið stöðvuð á sínum tíma en nú sé komið að því að spara í raun og veru. Sá sparnaður á, ef allar umhverfisaðstæður eru eðlilegar, að skila sér með háum vöxtum. Þorskaflareglan sem ákveðin var fyrir rúmum áratug var pólitísk ákvörðun. Hún þótti þá nokkurt nýmæli við fiskveiðistjórnun og vakti fyrir þá sök eftirtekt þar sem fjallað er um þessi efni. Alþjóðahafrannsóknaráðið viðurkenndi þessa langtíma nýtingarstefnu og hefur talið hana tryggja sjálfbærar veiðar. Reglan byggir á sameiginlegum rannsóknarniðurstöðum hagfræðinga og líffræðinga um afrakstur þorskstofnsins við mismunandi veiðiálag. Athyglivert er að lögmál hagfræðinnar mæla með lægra veiðihlutfalli en líffræðivísindin. Upphaflega var það sameiginleg ráðgöf hagfræðinganna og líffræðinganna að halda ætti veiðihlutfallinu milli 22 til 25 af hundraði. Efri mörkin voru ákveðin. Það má vissulega gagnrýna nú. Af ýmsum ástæðum hefur veiðin alla tíð farið nokkuð umfram þau mörk. En árangurinn skilaði sér eigi að síður skjótt í markverðri aukningu afla á sóknareiningu. Staðreyndirnar sem við blasa eru hins vegar þessar: Hrygningarstofninn hefur að vísu braggast en er samt sem áður of lítill. Það er ekki alvarleg hætta á hruni, en við hjökkum í sama farinu. Burðugir árgangar eru einfaldlega of fáir. Er þetta ásættanlegt? Fyrir þremur árum lögðu sérfræðingar til að þorskaflareglan yrði endurskoðuð. Fyrir tveimur árum ráðlögðu þeir beinlínis að hún yrði færð niður í lægri mörk upphaflegrar tillögu. Nú er bent á að með því að færa hana niður í 16 af hundraði megi á fjórum til fimm árum, með verulegum líkum, byggja þorskstofninn upp í þrjúhundruð þúsund tonn. Sumir halda því fram að þjóðarbúskapurinn þoli ekki niðurskurð í afla. Hitt mun sanni nær að hann hefur ekki efni á að fórna þeim vaxtatekjum sem veiðisparnaður á þessu stigi er líklegur til að skila. Hér er einnig í fleiri horn að líta. Ekki er víst að óbreytt veiðiregla njóti áfram sjálfkrafa alþjóðlegrar viðurkenningar um sjálfbæra nýtingu. Og því má ekki gleyma að krafan um sjálfbæra nýtingu er einnig ráðandi á öllum mikilvægustu mörkuðunum. Við megum fyrir enga muni tefla í tvísýnu því góða orðspori sem Ísland hefur áunnið sér á mörkuðunum að þessu leyti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vaxandi þungi á bak við kröfur um einhvers konar alþjóðlega verndun fiskistofna. Þessu geta fiskveiðiþjóðir því aðeins varist að unnt sé að sýna fram á gott fordæmi. Að þessu virtu hníga öll rök að því að nú verði tekin ákvörðun um frekari uppbyggingu þorskstofnsins. Annað er efnahagslegt óvit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun
Það eru fleiri bankar en Seðlabankinn sem geta skilað háum vöxtum. Selvogsbankinn getur einnig skilað háum raunvöxtum og það í raunverulegum verðmætum en ekki pappírspeningum. En kjarni málsins er þó sá að þeir einir njóta hárra vaxta sem spara. Hinir sem taka að láni verða að greiða þá. Þetta er sú efnahagslega staðreynd sem við stöndum frammi fyrir varðandi þorskstofninn. Sumir segja að verndarstefnan hafi mistekist. Sanni nær væri að segja að umframeyðslan hafi verið stöðvuð á sínum tíma en nú sé komið að því að spara í raun og veru. Sá sparnaður á, ef allar umhverfisaðstæður eru eðlilegar, að skila sér með háum vöxtum. Þorskaflareglan sem ákveðin var fyrir rúmum áratug var pólitísk ákvörðun. Hún þótti þá nokkurt nýmæli við fiskveiðistjórnun og vakti fyrir þá sök eftirtekt þar sem fjallað er um þessi efni. Alþjóðahafrannsóknaráðið viðurkenndi þessa langtíma nýtingarstefnu og hefur talið hana tryggja sjálfbærar veiðar. Reglan byggir á sameiginlegum rannsóknarniðurstöðum hagfræðinga og líffræðinga um afrakstur þorskstofnsins við mismunandi veiðiálag. Athyglivert er að lögmál hagfræðinnar mæla með lægra veiðihlutfalli en líffræðivísindin. Upphaflega var það sameiginleg ráðgöf hagfræðinganna og líffræðinganna að halda ætti veiðihlutfallinu milli 22 til 25 af hundraði. Efri mörkin voru ákveðin. Það má vissulega gagnrýna nú. Af ýmsum ástæðum hefur veiðin alla tíð farið nokkuð umfram þau mörk. En árangurinn skilaði sér eigi að síður skjótt í markverðri aukningu afla á sóknareiningu. Staðreyndirnar sem við blasa eru hins vegar þessar: Hrygningarstofninn hefur að vísu braggast en er samt sem áður of lítill. Það er ekki alvarleg hætta á hruni, en við hjökkum í sama farinu. Burðugir árgangar eru einfaldlega of fáir. Er þetta ásættanlegt? Fyrir þremur árum lögðu sérfræðingar til að þorskaflareglan yrði endurskoðuð. Fyrir tveimur árum ráðlögðu þeir beinlínis að hún yrði færð niður í lægri mörk upphaflegrar tillögu. Nú er bent á að með því að færa hana niður í 16 af hundraði megi á fjórum til fimm árum, með verulegum líkum, byggja þorskstofninn upp í þrjúhundruð þúsund tonn. Sumir halda því fram að þjóðarbúskapurinn þoli ekki niðurskurð í afla. Hitt mun sanni nær að hann hefur ekki efni á að fórna þeim vaxtatekjum sem veiðisparnaður á þessu stigi er líklegur til að skila. Hér er einnig í fleiri horn að líta. Ekki er víst að óbreytt veiðiregla njóti áfram sjálfkrafa alþjóðlegrar viðurkenningar um sjálfbæra nýtingu. Og því má ekki gleyma að krafan um sjálfbæra nýtingu er einnig ráðandi á öllum mikilvægustu mörkuðunum. Við megum fyrir enga muni tefla í tvísýnu því góða orðspori sem Ísland hefur áunnið sér á mörkuðunum að þessu leyti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vaxandi þungi á bak við kröfur um einhvers konar alþjóðlega verndun fiskistofna. Þessu geta fiskveiðiþjóðir því aðeins varist að unnt sé að sýna fram á gott fordæmi. Að þessu virtu hníga öll rök að því að nú verði tekin ákvörðun um frekari uppbyggingu þorskstofnsins. Annað er efnahagslegt óvit.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun