Gistiskálar í óbyggðum 10. júlí 2006 17:42 Tú alfagra land mitt. Þannig hefst þjóðsöngur Færeyinga - og vonandi fer ég rétt með, en mér hafa alltaf þótt þessi orð ekki síður geta átt við um Ísland. Þetta land sem alltaf og alls staðar er fagurt og ekki síður fjölbreytilegt. Þessa dagana og vikurnar streyma ferðamenn um landið, jafnt innlendir sem erlendir, og margt ber fyrir augu. Fámennir og litlir þéttbýlisstaðir þar sem heimamenn kalla alla gesti elskurnar sínar eru ljúfir heim að sækja og gestrisni einstök. Gróðurperlur eru víða og skógar landsins hafa tekið vaxtarkipp á síðustu árum. Jöklar, eyðisandar, stórár og litlir lækir, geldingahnappur og lambagras á heiðum uppi og svo mætti lengi telja upp það sem gleður augað á ferðalögum um landið. Gistiskálar í óbyggðum, jafnt á hálendi sem láglendi, eru heillandi áningarstaðir í huga þeirra sem slíku hafa vanist. Mörgum þykir þó óþægileg tilhugsun að leggjast til svefns í almenningi, í næsta rúmi við bláókunnugt fólk, enda mikið traust í því fólgið. En þessi nánd við ókunnuga er líka skemmtileg og jafnvel svolítið holl fyrir sálina, að minnsta kosti fyrir sálir þéttbýlisbúa þar sem fólk býður ekki góðan dag nema kunnugum. Í skálum myndast skemmtilegt samfélag þar sem allir sitja og spjalla, enginn er að flýta sér og heimsgátan er leyst oft á dag. Þessir gistiskálar eru nokkuð merkilegt fyrirbæri. Fæstir þeirra standa undir rekstri og í örfáum duga tekjur fyrir launakostnaði starfsmanna. Þá er ótalinn kostnaður svo sem tryggingar, afskriftir og ýmislegt fleira. En skálarnir eru ómissandi og enn er verið að byggja nýja gistiskála sem fjármagnaðir eru með styrkjum og fjárframlögum og reistir í sjálfboðavinnu. Í sumum þeirra eru jafnvel ólaunaðir skálaverðir sumarlangt og þykir mörgum fráleit hugmynd enda efnishyggjan allsráðandi í samfélaginu. En eigi að síður eru þeir þó fjölmargir sem njóta þess að takast á við slík verkefni án þess að ætlast til launa í formi peninga. Launin eru hinsvegar umtalsverð og verða seint metin til fjár. Þar má nefna einveru, því alltaf koma dagpartar án gesta, skálarnir eru í litlu eða jafnvel engu símasambandi og lítið eða ekki heyrist í útvarpi. Umhverfi þeirra er heillandi en þó með ólíkum hætti eftir því um hvaða skála er rætt og gestirnir eru velkomnir og skemmtilegir. Gestirnir eiga það yfirleitt sameiginlegt að hafa sérstakan áhuga á landinu, náttúru þess og sögu. Þeir skiptast á reynslusögum af fjallaferðum, rekja saman ættir og tengsl af ýmsu tagi og miðla fróðleik um örnefni og sögur af svæðinu. Skálasamfélag er sérstakur og heillandi heimur sem flestir þyrftu að kynnast af eigin raun og læra að njóta. Rekstur skálanna er erfiður því alla aðdrætti þarf að sækja úr byggð, oft yfir vegleysur. Flytja þarf gas og aðrar rekstrarvörur langar leiðir og sorp þarf að flytja úr óbyggðum á löglega förgunarstaði. Það má nærri geta að slíkt er kostnaðarsamt en oft eru þessi verkefni leyst af sjálfboðaliðum sem jafnvel bera sjálfir kostnað af akstrinum á milli staða. Þess eru jafnvel dæmi að allt þurfi að bera á bakinu til og frá skála, jafnt gaskúta sem timbur. Ef eitthvað bilar þarf að bregðast við úr byggð svo það má nærri geta að skálarekstur er oft flókinn og fyrirhafnarsamur. Það er því brýnt að gestir skálanna kunni gott að meta og sýni þakklæti sitt fyrir húsaskjólið með góðri umgengni. Í sumum skálum er ekki tekið á móti sorpi enda má til sanns vegar færa að hafi gestir komið með eitthvað með sér í óbyggðir geti þeir eins vel tekið það með sér heim aftur. Stundum skortir þó á skilning og fyrir kemur að ferðamenn reyna að losa sig við ruslið á laun, þannig að aðrir rekast á það bak við stóran stein eða jafnvel að húsabaki. Í öðrum skálum er tekið á móti sorpi og þá er mikilvægt að gestir gangi vel og snyrtilega frá því þannig að sem minnst fari fyrir því. Ekki síður er mikilvægt að gestir virði sorpflokkun þar sem hún er fyrir hendi. Óbyggðir Íslands eru mikil verðmæti og þeir sem reynt hafa þekkja þá næringu sem felst í ferðalögum um fjöll og firnindi. Vonandi fá sem flestir tækifæri til að sækja sér góðar birgðir af slíkri næringu í sumar og njóta landsins okkar fjölbreytta og fagra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Tú alfagra land mitt. Þannig hefst þjóðsöngur Færeyinga - og vonandi fer ég rétt með, en mér hafa alltaf þótt þessi orð ekki síður geta átt við um Ísland. Þetta land sem alltaf og alls staðar er fagurt og ekki síður fjölbreytilegt. Þessa dagana og vikurnar streyma ferðamenn um landið, jafnt innlendir sem erlendir, og margt ber fyrir augu. Fámennir og litlir þéttbýlisstaðir þar sem heimamenn kalla alla gesti elskurnar sínar eru ljúfir heim að sækja og gestrisni einstök. Gróðurperlur eru víða og skógar landsins hafa tekið vaxtarkipp á síðustu árum. Jöklar, eyðisandar, stórár og litlir lækir, geldingahnappur og lambagras á heiðum uppi og svo mætti lengi telja upp það sem gleður augað á ferðalögum um landið. Gistiskálar í óbyggðum, jafnt á hálendi sem láglendi, eru heillandi áningarstaðir í huga þeirra sem slíku hafa vanist. Mörgum þykir þó óþægileg tilhugsun að leggjast til svefns í almenningi, í næsta rúmi við bláókunnugt fólk, enda mikið traust í því fólgið. En þessi nánd við ókunnuga er líka skemmtileg og jafnvel svolítið holl fyrir sálina, að minnsta kosti fyrir sálir þéttbýlisbúa þar sem fólk býður ekki góðan dag nema kunnugum. Í skálum myndast skemmtilegt samfélag þar sem allir sitja og spjalla, enginn er að flýta sér og heimsgátan er leyst oft á dag. Þessir gistiskálar eru nokkuð merkilegt fyrirbæri. Fæstir þeirra standa undir rekstri og í örfáum duga tekjur fyrir launakostnaði starfsmanna. Þá er ótalinn kostnaður svo sem tryggingar, afskriftir og ýmislegt fleira. En skálarnir eru ómissandi og enn er verið að byggja nýja gistiskála sem fjármagnaðir eru með styrkjum og fjárframlögum og reistir í sjálfboðavinnu. Í sumum þeirra eru jafnvel ólaunaðir skálaverðir sumarlangt og þykir mörgum fráleit hugmynd enda efnishyggjan allsráðandi í samfélaginu. En eigi að síður eru þeir þó fjölmargir sem njóta þess að takast á við slík verkefni án þess að ætlast til launa í formi peninga. Launin eru hinsvegar umtalsverð og verða seint metin til fjár. Þar má nefna einveru, því alltaf koma dagpartar án gesta, skálarnir eru í litlu eða jafnvel engu símasambandi og lítið eða ekki heyrist í útvarpi. Umhverfi þeirra er heillandi en þó með ólíkum hætti eftir því um hvaða skála er rætt og gestirnir eru velkomnir og skemmtilegir. Gestirnir eiga það yfirleitt sameiginlegt að hafa sérstakan áhuga á landinu, náttúru þess og sögu. Þeir skiptast á reynslusögum af fjallaferðum, rekja saman ættir og tengsl af ýmsu tagi og miðla fróðleik um örnefni og sögur af svæðinu. Skálasamfélag er sérstakur og heillandi heimur sem flestir þyrftu að kynnast af eigin raun og læra að njóta. Rekstur skálanna er erfiður því alla aðdrætti þarf að sækja úr byggð, oft yfir vegleysur. Flytja þarf gas og aðrar rekstrarvörur langar leiðir og sorp þarf að flytja úr óbyggðum á löglega förgunarstaði. Það má nærri geta að slíkt er kostnaðarsamt en oft eru þessi verkefni leyst af sjálfboðaliðum sem jafnvel bera sjálfir kostnað af akstrinum á milli staða. Þess eru jafnvel dæmi að allt þurfi að bera á bakinu til og frá skála, jafnt gaskúta sem timbur. Ef eitthvað bilar þarf að bregðast við úr byggð svo það má nærri geta að skálarekstur er oft flókinn og fyrirhafnarsamur. Það er því brýnt að gestir skálanna kunni gott að meta og sýni þakklæti sitt fyrir húsaskjólið með góðri umgengni. Í sumum skálum er ekki tekið á móti sorpi enda má til sanns vegar færa að hafi gestir komið með eitthvað með sér í óbyggðir geti þeir eins vel tekið það með sér heim aftur. Stundum skortir þó á skilning og fyrir kemur að ferðamenn reyna að losa sig við ruslið á laun, þannig að aðrir rekast á það bak við stóran stein eða jafnvel að húsabaki. Í öðrum skálum er tekið á móti sorpi og þá er mikilvægt að gestir gangi vel og snyrtilega frá því þannig að sem minnst fari fyrir því. Ekki síður er mikilvægt að gestir virði sorpflokkun þar sem hún er fyrir hendi. Óbyggðir Íslands eru mikil verðmæti og þeir sem reynt hafa þekkja þá næringu sem felst í ferðalögum um fjöll og firnindi. Vonandi fá sem flestir tækifæri til að sækja sér góðar birgðir af slíkri næringu í sumar og njóta landsins okkar fjölbreytta og fagra.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun