Indriði mun styrkja lið okkar mikið 10. ágúst 2006 10:00 Indriði Sigurðsson leikmaður Lyn í Noregi Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri. Íþróttir Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sjá meira
Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri.
Íþróttir Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sjá meira