Ekkert áhyggjuefni 11. ágúst 2006 00:01 Innan bændaveldisins íslenska, sem stóð fram í lok átjándu aldar, mátti enginn fara lengra en opinberir aðilar kváðu á um. Sjávarútvegur var aðeins hliðargrein, þótt hann einn bæri sæmilegan arð. Á dögum einokunarverslunarinnar var verð á útflutningsafurðum ekki ákveðið á markaði, heldur af konungi í samráði við bændur, og var verð á sjávarafurðum miklu lægra en á heimsmarkaði og verð á landbúnaðarafurðum miklu hærra. Um skeið voru svokallaðir markönglar notaðir til að auka afköst vinnumanna. Þá fengu þeir sjálfir að hirða fiska, sem veiddust á öngla sérmerkta þeim, og lögðu sig um leið frekar fram um veiðarnar. En markönglarnir voru skjótt bannaðir, því að sumir máttu ekki fá meira en aðrir. Jafnvel var bannað að nota orm til beitu, því að hann var ekki til alls staðar á landinu. Enginn skyldi njóta, ef allir gátu ekki notið. Við Íslendingar höfum verið að losa slíka hlekki af okkur, hvern af öðrum, í rösk tvö hundruð ár og gengið misjafnlega, en best frá 1991. Tekjuskattar á fyrirtæki og einstaklinga og erfðaskattur hafa verið lækkaðir og eignarskattur felldur niður með þeim afleiðingum, að atvinnulífið hefur blómgast og dafnað, greitt hærri laun og skilað meiri tekjum í ríkissjóð en áður. Allir hafa notið góðs af. Samt heyrast háværar raddir um það þessa dagana, að sumir hafi of há laun og greiði of lága skatta. Vill fólkið, sem talar hæst um þetta, feta í fótspor dönsku konunganna, sem komu ýmist í veg fyrir, að arður gæti myndast í sjávarútvegi, eða fluttu hann yfir í landbúnaðinn með opinberum verðskrám á dögum einokunarverslunarinnar? Vill það banna marköngla, af því að duglegir vinnumenn afla þá meira en hinir? Vill það banna orma til beitu, af því að þeir verða ekki nýttir alls staðar á landinu? Há laun forstjóra og lágur fjármagnstekjuskattur eru ekkert áhyggjuefni, heldur áhyggjurnar, sem sumir hafa af þeim. Hæstu tölurnar, sem nefndar eru í umræðum, eru raunar ekki venjuleg laun, heldur hagnaður stjórnenda KB-banka af því, að þeir sömdu um það fyrir fimm árum að fá nú að kaupa hlutabréf á sama gengi og þá, en á fimm árum hefur gengi bréfanna stórhækkað. Er ekki einmitt eðlilegt, að þeim sé umbunað fyrir að vera bankanum tryggir og hagsýnir stjórnendur, eins og verðhækkun hlutabréfanna sýnir? Hvað sem því líður, er það mál eigenda bankans, hvað þeir kjósa að greiða stjórnendum hans. Ég sé ekki, að eigendurnir hafi undan neinu að kvarta. Þeir hafa hagnast myndarlega. Viðskiptavinirnir þurfa ekki heldur að kvarta. Bankinn veitir ekki síðri þjónustu en keppinautarnir. Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Há laun forstjóra ættu ekki að vera áhyggjuefni, heldur hvort aðrir hafi enn næg tækifæri til að komast í álnir og hvort lítilmagninn njóti góðs af framförunum. Hér er ekkert atvinnuleysi æskufólks eins og úti í Evrópu og betur séð um þá, sem minna mega sín, en víðast annars staðar. Aðalatriðið er ekki, hversu breitt bil er milli auðmanna og alþýðufólks, heldur hversu góð kjör alþýðufólks eru. Séu þau eins góð og orðið getur, þurfa ekki aðrir að hafa áhyggjur en öfundarpúkar. Þetta er raunar kjarninn í kenningu bandaríska stjórnmálaheimspekingsins Johns Rawls, sem Samfylkingin hefur einmitt kynnt á fundum sínum. Rawls spyr ekki, hver séu kjör hinna best settu, heldur hvernig kjör hinna verst settu geti orðið sem best. Þeir, sem einblína á há laun forstjóra og lágan fjármagnstekjuskatt, byrja á öfugum enda. Vandinn er ekki há laun og lágir skattar, heldur lág laun og háir skattar. Það blasir við, hvað ríkið á að gera: Lækka tekjuskatt á einstaklinga og fyrirtæki niður í 10%, svo að hann verði jafn fjármagnstekjuskatti, fella niður tolla og vörugjöld og leyfa frjálsan innflutning á matvælum. Þannig batna kjör alþýðufólks stórkostlega. Jafnframt heldur atvinnulífið þá áfram að blómgast og dafna og getur greitt hærri laun. Við Íslendingar eigum ekki að festa aftur á okkur hlekki þess tíma, þegar sumir máttu ekki fá meira en aðrir og enginn skyldi njóta, ef allir nutu ekki. Valið er um kyrrstöðu eða þróun, öfund eða sköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Innan bændaveldisins íslenska, sem stóð fram í lok átjándu aldar, mátti enginn fara lengra en opinberir aðilar kváðu á um. Sjávarútvegur var aðeins hliðargrein, þótt hann einn bæri sæmilegan arð. Á dögum einokunarverslunarinnar var verð á útflutningsafurðum ekki ákveðið á markaði, heldur af konungi í samráði við bændur, og var verð á sjávarafurðum miklu lægra en á heimsmarkaði og verð á landbúnaðarafurðum miklu hærra. Um skeið voru svokallaðir markönglar notaðir til að auka afköst vinnumanna. Þá fengu þeir sjálfir að hirða fiska, sem veiddust á öngla sérmerkta þeim, og lögðu sig um leið frekar fram um veiðarnar. En markönglarnir voru skjótt bannaðir, því að sumir máttu ekki fá meira en aðrir. Jafnvel var bannað að nota orm til beitu, því að hann var ekki til alls staðar á landinu. Enginn skyldi njóta, ef allir gátu ekki notið. Við Íslendingar höfum verið að losa slíka hlekki af okkur, hvern af öðrum, í rösk tvö hundruð ár og gengið misjafnlega, en best frá 1991. Tekjuskattar á fyrirtæki og einstaklinga og erfðaskattur hafa verið lækkaðir og eignarskattur felldur niður með þeim afleiðingum, að atvinnulífið hefur blómgast og dafnað, greitt hærri laun og skilað meiri tekjum í ríkissjóð en áður. Allir hafa notið góðs af. Samt heyrast háværar raddir um það þessa dagana, að sumir hafi of há laun og greiði of lága skatta. Vill fólkið, sem talar hæst um þetta, feta í fótspor dönsku konunganna, sem komu ýmist í veg fyrir, að arður gæti myndast í sjávarútvegi, eða fluttu hann yfir í landbúnaðinn með opinberum verðskrám á dögum einokunarverslunarinnar? Vill það banna marköngla, af því að duglegir vinnumenn afla þá meira en hinir? Vill það banna orma til beitu, af því að þeir verða ekki nýttir alls staðar á landinu? Há laun forstjóra og lágur fjármagnstekjuskattur eru ekkert áhyggjuefni, heldur áhyggjurnar, sem sumir hafa af þeim. Hæstu tölurnar, sem nefndar eru í umræðum, eru raunar ekki venjuleg laun, heldur hagnaður stjórnenda KB-banka af því, að þeir sömdu um það fyrir fimm árum að fá nú að kaupa hlutabréf á sama gengi og þá, en á fimm árum hefur gengi bréfanna stórhækkað. Er ekki einmitt eðlilegt, að þeim sé umbunað fyrir að vera bankanum tryggir og hagsýnir stjórnendur, eins og verðhækkun hlutabréfanna sýnir? Hvað sem því líður, er það mál eigenda bankans, hvað þeir kjósa að greiða stjórnendum hans. Ég sé ekki, að eigendurnir hafi undan neinu að kvarta. Þeir hafa hagnast myndarlega. Viðskiptavinirnir þurfa ekki heldur að kvarta. Bankinn veitir ekki síðri þjónustu en keppinautarnir. Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Há laun forstjóra ættu ekki að vera áhyggjuefni, heldur hvort aðrir hafi enn næg tækifæri til að komast í álnir og hvort lítilmagninn njóti góðs af framförunum. Hér er ekkert atvinnuleysi æskufólks eins og úti í Evrópu og betur séð um þá, sem minna mega sín, en víðast annars staðar. Aðalatriðið er ekki, hversu breitt bil er milli auðmanna og alþýðufólks, heldur hversu góð kjör alþýðufólks eru. Séu þau eins góð og orðið getur, þurfa ekki aðrir að hafa áhyggjur en öfundarpúkar. Þetta er raunar kjarninn í kenningu bandaríska stjórnmálaheimspekingsins Johns Rawls, sem Samfylkingin hefur einmitt kynnt á fundum sínum. Rawls spyr ekki, hver séu kjör hinna best settu, heldur hvernig kjör hinna verst settu geti orðið sem best. Þeir, sem einblína á há laun forstjóra og lágan fjármagnstekjuskatt, byrja á öfugum enda. Vandinn er ekki há laun og lágir skattar, heldur lág laun og háir skattar. Það blasir við, hvað ríkið á að gera: Lækka tekjuskatt á einstaklinga og fyrirtæki niður í 10%, svo að hann verði jafn fjármagnstekjuskatti, fella niður tolla og vörugjöld og leyfa frjálsan innflutning á matvælum. Þannig batna kjör alþýðufólks stórkostlega. Jafnframt heldur atvinnulífið þá áfram að blómgast og dafna og getur greitt hærri laun. Við Íslendingar eigum ekki að festa aftur á okkur hlekki þess tíma, þegar sumir máttu ekki fá meira en aðrir og enginn skyldi njóta, ef allir nutu ekki. Valið er um kyrrstöðu eða þróun, öfund eða sköpun.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun