Sjómennskan er ekkert grín 24. september 2006 06:00 Það er mjög sérstakt að vera kominn í prófkjör. Allur sólarhringurinn lagður undir ásamt heimilinu, vinunum, fjölskyldunni og vesalings nágrönnunum sem þurfa að lána eldhús- og stofustóla á hverju kvöldi vegna fundahalda. En það er gaman að þessu, mikið líf og fjör. Einn góður vinur minn spurði hvort ég myndi ekki fá mörg atkvæði úr sjávarútveginum, ég hefði jú unnið öll menntaskóla- og háskólasumrin í frystihúsi vestur á fjörðum; hvað með sjómenn, spurði hann vongóður og neri saman höndunum. Það er nú það, sagði ég við vin minn, ég er ekki viss um hvort þeir hafi mikið álit á sjómennsk uferli mínum. Ég fór einn túr á togara. Grétar skipstjóri á Gylli frá Flateyri stakk hausnum niður um lestarlúguna þar sem við vorum nokkrir að klára að landa karfa og spurði hvort ég vildi ekki koma með í næsta túr. Það var áliðið kvölds og þetta hafði verið löng og erfið löndun. Þreytan hvarf samt alveg við þessa spurningu skipstjórans og ég hrópaði já af lestargólfinu. Það átti að fara út á miðnætti og á leiðinni heim af bryggjunni til að sækja dótið mitt byrjaði ég að reikna í huganum hvað ég myndi nú græða mikið á þessum túr. Ef ég stæði mig vel þá fengi ég kannski fleiri túra og hver vissi nema ég yrði fastur sumarafleysingamaður, kæmist í fast pláss. Gott ef ég fór ekki að hugsa um að fjárfesta í lítilli íbúð fyrir alla peningana. Út var haldið á miðnætti og stefnt í áttina til Grænlands, á grálúðumiðin. Þegar á miðin var komið var ég mættur á fyrstu alvöru vaktina tilbúinn í slaginn. Og það gekk allt ágætlega, mér fannst mér takast vel upp í þeim verkum sem mér var úthlutað og ég var ekkert minna sjóaralegur en hinir. Þangað til einn þeirra sjóvönu sagði, eigum við ekki að fá okkur að borða. Þá helltist yfir mig sjóveiki, alveg hræðileg sjóveiki. Og þá gerði ég mistök. Í stað þess að fara og borða, sem hefði kannski bjargað mér, þá ákvað ég að fara niður í káetu og sjá hvort þetta rjátlaðist ekki af mér. Við tóku tveir ömurlegustu sólarhringar sem ég hafði lifað. Ég man þetta meira og minna í móðu. Ég reyndi að koma mér í vinnu því ég skammaðist mín fyrir vesaldómin. Minnist þess að hafa legið flatur á gólfinu í stakkageymslunni þar sem mér hafði tekist að klæða mig í sjóbuxurnar og var að brasa liggjandi við að koma mér í stakkinn. Stýrimaðurinn stóð og horfði forviða á aðfarirnar. Spurði síðan þegar hlé varð á, hvað ég hefði hugsað mér að gera næst eftir að ég væri búinn að koma mér í stakkinn, hvort ég héldi í alvörunni að ég gæti unnið svona á mig kominn. Ég held ég hefði stokkið útbyrðis ef ég hefði haft til þess kraft á þeirri stundu. En svo fór þetta að skána, reyndar mjög hægt. Ég gat komið mér niður í lest og byrjað að moka ís í kassana, flaug hundrað sinnum á hausinn og naut mín satt best að segja engan veginn. En ég var þó byrjaður að vinna. Á næstu frívakt notaði ég tækifærið og lagðist í trolldræsu sem lá á hvalbaknum. Þar lá ég og naut þess að finna líf færast í mig. Allt um kring á slóðinni voru aðrir togarar á grálúðuveiðum. Sjómenn þar um borð veittu því athygli að það lá þarna maður sem dauður væri. Skipstjórarnir byrjuðu að kalla í skipstjórann okkar og hann spurður hvað þessi maður ætti að fyrirstilla þarna á hvalbaknum. Grétar skipstjóri var ekki þeirrar gerðar að hann sætti sig við háðsglósur vegna þess að hann væri með sjóveikan skólastrák um borð. Hann sneri því vörn í sókn og sagði kollegunum að maðurinn á hvalbaknum væri landsþekktur fuglafræðingur frá Reykjavík sem væri við rannsóknir. Gyllir hafði verið sérstaklega valinn til að taka þennan merka fræðimann með í þessar mikilvægu rannsóknir sem myndi nýtast öllum togaraflotanum við grálúðuveiðar í framtíðinni. Enn einu sinni bar Grétar skipstjóri af öðrum skipstjórum á svæðinu. Ég rölti mér upp í brú þegar ég hafði legið nægju mína. Grétar skipstjóri tók á móti mér og spurði mig hvort ég hefði eitthvað vit á fuglum. Mér fannst þetta skrítin spurning en svaraði því til að ég þekkti hrafna frá öðrum fuglum, lengra næði það nú ekki. Það var síðan fullur skilningur á því milli mín og skipstjórans að kraftar mínir nýttust betur í frystihúsinu en á togaranum. Ég er þó þeirri reynslu ríkari að sjómenn, þrátt fyrir hrjúft yfirborð, eru góðir vinir í raun og ég vona að ég njóti stuðnings sjómanna hér í Reykjavík, þrátt fyrir fremur stuttan sjómennskuferill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun
Það er mjög sérstakt að vera kominn í prófkjör. Allur sólarhringurinn lagður undir ásamt heimilinu, vinunum, fjölskyldunni og vesalings nágrönnunum sem þurfa að lána eldhús- og stofustóla á hverju kvöldi vegna fundahalda. En það er gaman að þessu, mikið líf og fjör. Einn góður vinur minn spurði hvort ég myndi ekki fá mörg atkvæði úr sjávarútveginum, ég hefði jú unnið öll menntaskóla- og háskólasumrin í frystihúsi vestur á fjörðum; hvað með sjómenn, spurði hann vongóður og neri saman höndunum. Það er nú það, sagði ég við vin minn, ég er ekki viss um hvort þeir hafi mikið álit á sjómennsk uferli mínum. Ég fór einn túr á togara. Grétar skipstjóri á Gylli frá Flateyri stakk hausnum niður um lestarlúguna þar sem við vorum nokkrir að klára að landa karfa og spurði hvort ég vildi ekki koma með í næsta túr. Það var áliðið kvölds og þetta hafði verið löng og erfið löndun. Þreytan hvarf samt alveg við þessa spurningu skipstjórans og ég hrópaði já af lestargólfinu. Það átti að fara út á miðnætti og á leiðinni heim af bryggjunni til að sækja dótið mitt byrjaði ég að reikna í huganum hvað ég myndi nú græða mikið á þessum túr. Ef ég stæði mig vel þá fengi ég kannski fleiri túra og hver vissi nema ég yrði fastur sumarafleysingamaður, kæmist í fast pláss. Gott ef ég fór ekki að hugsa um að fjárfesta í lítilli íbúð fyrir alla peningana. Út var haldið á miðnætti og stefnt í áttina til Grænlands, á grálúðumiðin. Þegar á miðin var komið var ég mættur á fyrstu alvöru vaktina tilbúinn í slaginn. Og það gekk allt ágætlega, mér fannst mér takast vel upp í þeim verkum sem mér var úthlutað og ég var ekkert minna sjóaralegur en hinir. Þangað til einn þeirra sjóvönu sagði, eigum við ekki að fá okkur að borða. Þá helltist yfir mig sjóveiki, alveg hræðileg sjóveiki. Og þá gerði ég mistök. Í stað þess að fara og borða, sem hefði kannski bjargað mér, þá ákvað ég að fara niður í káetu og sjá hvort þetta rjátlaðist ekki af mér. Við tóku tveir ömurlegustu sólarhringar sem ég hafði lifað. Ég man þetta meira og minna í móðu. Ég reyndi að koma mér í vinnu því ég skammaðist mín fyrir vesaldómin. Minnist þess að hafa legið flatur á gólfinu í stakkageymslunni þar sem mér hafði tekist að klæða mig í sjóbuxurnar og var að brasa liggjandi við að koma mér í stakkinn. Stýrimaðurinn stóð og horfði forviða á aðfarirnar. Spurði síðan þegar hlé varð á, hvað ég hefði hugsað mér að gera næst eftir að ég væri búinn að koma mér í stakkinn, hvort ég héldi í alvörunni að ég gæti unnið svona á mig kominn. Ég held ég hefði stokkið útbyrðis ef ég hefði haft til þess kraft á þeirri stundu. En svo fór þetta að skána, reyndar mjög hægt. Ég gat komið mér niður í lest og byrjað að moka ís í kassana, flaug hundrað sinnum á hausinn og naut mín satt best að segja engan veginn. En ég var þó byrjaður að vinna. Á næstu frívakt notaði ég tækifærið og lagðist í trolldræsu sem lá á hvalbaknum. Þar lá ég og naut þess að finna líf færast í mig. Allt um kring á slóðinni voru aðrir togarar á grálúðuveiðum. Sjómenn þar um borð veittu því athygli að það lá þarna maður sem dauður væri. Skipstjórarnir byrjuðu að kalla í skipstjórann okkar og hann spurður hvað þessi maður ætti að fyrirstilla þarna á hvalbaknum. Grétar skipstjóri var ekki þeirrar gerðar að hann sætti sig við háðsglósur vegna þess að hann væri með sjóveikan skólastrák um borð. Hann sneri því vörn í sókn og sagði kollegunum að maðurinn á hvalbaknum væri landsþekktur fuglafræðingur frá Reykjavík sem væri við rannsóknir. Gyllir hafði verið sérstaklega valinn til að taka þennan merka fræðimann með í þessar mikilvægu rannsóknir sem myndi nýtast öllum togaraflotanum við grálúðuveiðar í framtíðinni. Enn einu sinni bar Grétar skipstjóri af öðrum skipstjórum á svæðinu. Ég rölti mér upp í brú þegar ég hafði legið nægju mína. Grétar skipstjóri tók á móti mér og spurði mig hvort ég hefði eitthvað vit á fuglum. Mér fannst þetta skrítin spurning en svaraði því til að ég þekkti hrafna frá öðrum fuglum, lengra næði það nú ekki. Það var síðan fullur skilningur á því milli mín og skipstjórans að kraftar mínir nýttust betur í frystihúsinu en á togaranum. Ég er þó þeirri reynslu ríkari að sjómenn, þrátt fyrir hrjúft yfirborð, eru góðir vinir í raun og ég vona að ég njóti stuðnings sjómanna hér í Reykjavík, þrátt fyrir fremur stuttan sjómennskuferill.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun