Veikir stöðu Íslands í málinu 20. október 2006 06:30 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra Yfirlýsingar hennar um hvalveiðar eru sagðar veikja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Fyrirvari sem Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra setti við hvalveiðar kom stjórnarandstæðingum í opna skjöldu og var ræddur á Alþingi í gær. Jónína sagðist í Fréttablaðinu í gær óttast um trúverðugleika og ímynd í umhverfislegu tilliti. Trúverðugleikinn gæti veikst. Sigurjón Þórðarson Frjálslynda flokknum, sem styður hvalveiðarnar, sagði orð Jónínu hafa veikt stöðu Íslands í málinu. Hann gagnrýndi einnig afstöðu hinna stjórnarandstöðuflokkanna og kvað stöðuna sterkari ef þeir væru samstíga fylgjendum málins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði margt óupplýst varðandi hvalveiðarnar og spurði hvort ekki væri samstaða um þær í ríkisstjórn. Mörður Árnason Samfylkingunni velti afstöðu Jónínu einnig fyrir sér. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði málið einfalt, ákvörðun um hvalveiðar hefði verið kynnt í ríkisstjórn og stjórnin stæði að baki henni. Þá sagði hann eðlilegar skýringar á að Hvalur hf. hefði ekki fengið leyfi til vinnslu kjöts í hvalstöðinni í Hvalfirði; ýmis praktísk mál gætu komið upp þegar veiðar væru hafnar á nýjan leik eftir tuttugu ára hlé. „Hvalur er að ljúka við að uppfylla skilyrði sem sett eru og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Fyrirvari sem Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra setti við hvalveiðar kom stjórnarandstæðingum í opna skjöldu og var ræddur á Alþingi í gær. Jónína sagðist í Fréttablaðinu í gær óttast um trúverðugleika og ímynd í umhverfislegu tilliti. Trúverðugleikinn gæti veikst. Sigurjón Þórðarson Frjálslynda flokknum, sem styður hvalveiðarnar, sagði orð Jónínu hafa veikt stöðu Íslands í málinu. Hann gagnrýndi einnig afstöðu hinna stjórnarandstöðuflokkanna og kvað stöðuna sterkari ef þeir væru samstíga fylgjendum málins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði margt óupplýst varðandi hvalveiðarnar og spurði hvort ekki væri samstaða um þær í ríkisstjórn. Mörður Árnason Samfylkingunni velti afstöðu Jónínu einnig fyrir sér. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði málið einfalt, ákvörðun um hvalveiðar hefði verið kynnt í ríkisstjórn og stjórnin stæði að baki henni. Þá sagði hann eðlilegar skýringar á að Hvalur hf. hefði ekki fengið leyfi til vinnslu kjöts í hvalstöðinni í Hvalfirði; ýmis praktísk mál gætu komið upp þegar veiðar væru hafnar á nýjan leik eftir tuttugu ára hlé. „Hvalur er að ljúka við að uppfylla skilyrði sem sett eru og það er ekkert óeðlilegt við það.“
Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira