Afköst Landspítalans meiri en fjárframlög standa í stað 21. október 2006 07:00 Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt." Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt."
Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira