Frumvarp um skerðingu eftirlauna æðstu manna 21. október 2006 08:30 Margrét frímannsdóttir Segist hafa beðið nógu lengi eftir þverpólitísku samkomulagi. Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann. Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann.
Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira