Fyrsti feðradagurinn framundan 1. nóvember 2006 07:15 Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum." Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum."
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira