Breytt umhverfi kallaði á breytingar 2. nóvember 2006 06:00 Samkomulagið handsalað Kristján Þór Júlíusson, Árni M. Mathiesen, Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eftir undirritun. MYND/Pjetur Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri." Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri."
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira