Klámvæðing er ein orsök nauðgananna 2. nóvember 2006 07:00 Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira