Fundað um flokksskrár Sjálfstæðisflokks 3. nóvember 2006 06:45 Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“ Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira