Áskilur sér rétt til að endurskoða varnarsamninga 5. nóvember 2006 08:00 Michael T. Corgan er hér í pontu en sjá má frá vinstri Þóru Arnórsdóttur, Alyson Bailes, Ragnheiði Elíni Árnadóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur við pallborðið. MYND/ÓMar Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira