Án samvinnu – engar umbætur Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 10. nóvember 2006 00:01 MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar