Átta sækjast eftir þremur þingsætum 10. nóvember 2006 01:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist ein eftir fyrsta sætinu í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson alþingismaður getur gengið að öðru sætinu vísu. Hart er barist um næstu sæti á listanum. Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira