Kærir kynþáttafordóma 14. nóvember 2006 07:00 Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira