Munur á afkomu eykst 15. nóvember 2006 06:45 þjónustukröfurnar vaxa Tekjurnar standa í stað en þjónustukröfurnar vaxa. „Litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum." Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum."
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira