Runólfur Ágústsson segir upp sem rektor á Bifröst 17. nóvember 2006 05:00 Runólfur Ágústsson eftir fundinn umdeilda á miðvikudag. MYND/NFS Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í gær starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Guðjón Auðunsson, formaður háskólastjórnar, segir uppsögnina alfarið vera að frumkvæði Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að mikill þrýstingur hafi skapast frá starfsmönnum og stjórn skólans gagnvart Runólfi að segja upp eftir að fundurinn umdeildi var haldinn á miðvikudag. Guðjón segir ákvörðunina fyrst og fremst hafa verið tekna með hagsmuni Bifrastar að leiðarljósi. „Það er ekki hægt að láta skólann og starfsemi þar líða fyrir átök innan veggja skólans um rektor. Mér finnst Runólfur maður að meiri að hafa tekið þessa ákvörðun." Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor tekur við starfinu tímabundið hinn 1. desember á meðan ákvörðun um varanlegan eftirmann verður tekin. Guðjón segir að eðlilega séu skiptar skoðanir um þann fund sem Runólfur hélt með háskólasamfélaginu á miðvikudagskvöld. „Ég ætla bara að halda minni skoðun á því fyrir mig. En vonandi skapar þetta ró. Menn væru að fórna miklu til einskis ef svo yrði ekki." Uppsögnin kemur í kjölfar mikilla deilna innan háskólasamfélagsins á Bifröst eftir að hópur fyrrverandi og núverandi nemenda kærðu Runólf til siðanefndar skólans vegna embættisafglapa, ósiðlegrar hegðunar og óeðlilegs samneytis við nemendur. Runólfur boðaði fund með starfsmönnum og nemendum með skömmum fyrirvara á miðvikudag þar sem hann svaraði þeim alvarlegu ásökunum sem bornar höfðu verið á hann. Undir lok fundarins lét hann fundarmenn kjósa um hvort hann væri hæfur til að sinna sínu starfi áfram. Í yfirlýsingu sem hann gaf út eftir fundinn sagði hann niðurstöðu fundarins hafa verið þá að hann hefði umboð til að sitja áfram. Því kom nokkuð á óvart þegar hann ákvað að segja starfi sínu lausu innan við sólarhring síðar. Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því í gær. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að sá ófriður sem ríkt hefði í skólahaldi Bifrastar hefði truflað jafnt nemendur sem starfsfólk og auk þess valdið skólanum sjálfum skaða. Í yfirlýsingunni segist Runólfur hafa „undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið." Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í gær starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Guðjón Auðunsson, formaður háskólastjórnar, segir uppsögnina alfarið vera að frumkvæði Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að mikill þrýstingur hafi skapast frá starfsmönnum og stjórn skólans gagnvart Runólfi að segja upp eftir að fundurinn umdeildi var haldinn á miðvikudag. Guðjón segir ákvörðunina fyrst og fremst hafa verið tekna með hagsmuni Bifrastar að leiðarljósi. „Það er ekki hægt að láta skólann og starfsemi þar líða fyrir átök innan veggja skólans um rektor. Mér finnst Runólfur maður að meiri að hafa tekið þessa ákvörðun." Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor tekur við starfinu tímabundið hinn 1. desember á meðan ákvörðun um varanlegan eftirmann verður tekin. Guðjón segir að eðlilega séu skiptar skoðanir um þann fund sem Runólfur hélt með háskólasamfélaginu á miðvikudagskvöld. „Ég ætla bara að halda minni skoðun á því fyrir mig. En vonandi skapar þetta ró. Menn væru að fórna miklu til einskis ef svo yrði ekki." Uppsögnin kemur í kjölfar mikilla deilna innan háskólasamfélagsins á Bifröst eftir að hópur fyrrverandi og núverandi nemenda kærðu Runólf til siðanefndar skólans vegna embættisafglapa, ósiðlegrar hegðunar og óeðlilegs samneytis við nemendur. Runólfur boðaði fund með starfsmönnum og nemendum með skömmum fyrirvara á miðvikudag þar sem hann svaraði þeim alvarlegu ásökunum sem bornar höfðu verið á hann. Undir lok fundarins lét hann fundarmenn kjósa um hvort hann væri hæfur til að sinna sínu starfi áfram. Í yfirlýsingu sem hann gaf út eftir fundinn sagði hann niðurstöðu fundarins hafa verið þá að hann hefði umboð til að sitja áfram. Því kom nokkuð á óvart þegar hann ákvað að segja starfi sínu lausu innan við sólarhring síðar. Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því í gær. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að sá ófriður sem ríkt hefði í skólahaldi Bifrastar hefði truflað jafnt nemendur sem starfsfólk og auk þess valdið skólanum sjálfum skaða. Í yfirlýsingunni segist Runólfur hafa „undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið."
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira