Einsleitni eða fjölbreytni? 24. nóvember 2006 06:15 Núverandi kjördæmaskipun sem ákveðin var vorið og sumarið 1999 fullnægir því lýðræðislega markmiði að tryggja stjórnmálaflokkum sæti á Alþingi í nokkuð réttu hlutfalli við heildaratkvæðafjölda. Að öðru leyti er hún meingölluð. Hér skal fullyrt að í röðum almennra þingmanna, þingforseta og ráðherra á þeim tíma voru nokkrir sem greiddu atkvæði með óbragð í munninum. Sumir eru reyndar enn lítið eitt samviskuveikir yfir því að hafa tekið þátt í málamiðlun af þessu tagi. Við lokaafgreiðslu málsins greiddu aðeins 35 þingmenn atkvæði með breytingunni. Þó byggðist málið á forystusamkomulagi allra flokka. Það hefði ólíklega lifað þjóðaratkvæði. Galli kosningakerfisins er fyrst og fremst sá að kjördæmin eru of stór. Víðfeðmi þeirra rauf einfaldlega það sem eftir var af beinum tengslum þingmanna og kjósenda. Að vísu gerðist þetta fyrir margt löngu með þingmenn Reykjavíkur. En ekki var á það bætandi. Menn hafa undrast hversu margir mætir og dugandi sitjandi þingmenn hafa misst sæti sín í forkosningum stjórnmálaflokkanna. Helsta ástæðan er sú að í kosningakerfi þar sem persónuleg tengsl þingmanna og kjósenda hafa verið rofin lifa menn tæpast af pólitískt nema þeir komist í hóp fjölmiðlaþingmanna. Það verður hins vegar aldrei þannig að allir þingmenn komist í þann hóp. Og satt best að segja er engin ástæða til þess. Það dregur úr nauðsynlegri fjölbreytni ef einungis þess háttar menn veljast til þingsetu. Oft gleymist að auk þess að veita framkvæmdavaldinu umboð er vald Alþingis þríþætt. Það er stjórnarskrárgjafi, almennt löggjafarvald og fjárveitingavald. Engin rök standa til þess að gera minna úr fjárveitingavaldi Alþingis en öðru hlutverki þess. Og það er ekki síst á því sviði sem lifandi tengsl við kjósendur eru æskileg til að tryggja að fjölbreytt viðhorf komist að. Þeir eru á hinn bóginn til sem ærlega trúa því að einsleitt forystuvald í hverjum flokki geti best skynjað og skilgreint hugsanir og þarfir fólksins í landinu. Vilji menn þess háttar þjóðþing eiga menn að vera samkvæmir sjálfum sér í því og fækka þingmönnum verulega. Forkosningar stjórnmálaflokkanna eru ágætar svo langt sem þær ná. En þær útiloka frá þátttöku í persónukjöri alla þá kjósendur sem ekki eru reiðubúnir til þess að ganga í ákveðinn stjórnmálaflokk eða lýsa formlega yfir stuðningi. Það eru önnur og ekki síður gild rök fyrir nýju kerfi. Þessir kjósendur eiga sama rétt og aðrir á að taka þátt í persónukjöri til löggjafarsamkomunnar. Ýmsar leiðir eru færar í þessu efni. Sumar þeirra eru augljóslega málamiðlanir milli ólíkra viðhorfa. Ein er sú að skipta þingsætum í tvo hópa. Annar þeirra yrði kjörinn í einmenningskjördæmum en hinn af landslista með svipuðu móti og gert er í einstökum löndum þýska sambandslýðveldisins. Önnur leið er að fara að dæmi Íra og blanda saman persónukjöri og hlutfallskjöri í meðalstórum kjördæmum. Þó að breytingar séu ekki á döfinni nú er þörf á málefnalegri umræðu um þetta efni með það að markmiði að draga úr einsleitni og auka fjölbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Núverandi kjördæmaskipun sem ákveðin var vorið og sumarið 1999 fullnægir því lýðræðislega markmiði að tryggja stjórnmálaflokkum sæti á Alþingi í nokkuð réttu hlutfalli við heildaratkvæðafjölda. Að öðru leyti er hún meingölluð. Hér skal fullyrt að í röðum almennra þingmanna, þingforseta og ráðherra á þeim tíma voru nokkrir sem greiddu atkvæði með óbragð í munninum. Sumir eru reyndar enn lítið eitt samviskuveikir yfir því að hafa tekið þátt í málamiðlun af þessu tagi. Við lokaafgreiðslu málsins greiddu aðeins 35 þingmenn atkvæði með breytingunni. Þó byggðist málið á forystusamkomulagi allra flokka. Það hefði ólíklega lifað þjóðaratkvæði. Galli kosningakerfisins er fyrst og fremst sá að kjördæmin eru of stór. Víðfeðmi þeirra rauf einfaldlega það sem eftir var af beinum tengslum þingmanna og kjósenda. Að vísu gerðist þetta fyrir margt löngu með þingmenn Reykjavíkur. En ekki var á það bætandi. Menn hafa undrast hversu margir mætir og dugandi sitjandi þingmenn hafa misst sæti sín í forkosningum stjórnmálaflokkanna. Helsta ástæðan er sú að í kosningakerfi þar sem persónuleg tengsl þingmanna og kjósenda hafa verið rofin lifa menn tæpast af pólitískt nema þeir komist í hóp fjölmiðlaþingmanna. Það verður hins vegar aldrei þannig að allir þingmenn komist í þann hóp. Og satt best að segja er engin ástæða til þess. Það dregur úr nauðsynlegri fjölbreytni ef einungis þess háttar menn veljast til þingsetu. Oft gleymist að auk þess að veita framkvæmdavaldinu umboð er vald Alþingis þríþætt. Það er stjórnarskrárgjafi, almennt löggjafarvald og fjárveitingavald. Engin rök standa til þess að gera minna úr fjárveitingavaldi Alþingis en öðru hlutverki þess. Og það er ekki síst á því sviði sem lifandi tengsl við kjósendur eru æskileg til að tryggja að fjölbreytt viðhorf komist að. Þeir eru á hinn bóginn til sem ærlega trúa því að einsleitt forystuvald í hverjum flokki geti best skynjað og skilgreint hugsanir og þarfir fólksins í landinu. Vilji menn þess háttar þjóðþing eiga menn að vera samkvæmir sjálfum sér í því og fækka þingmönnum verulega. Forkosningar stjórnmálaflokkanna eru ágætar svo langt sem þær ná. En þær útiloka frá þátttöku í persónukjöri alla þá kjósendur sem ekki eru reiðubúnir til þess að ganga í ákveðinn stjórnmálaflokk eða lýsa formlega yfir stuðningi. Það eru önnur og ekki síður gild rök fyrir nýju kerfi. Þessir kjósendur eiga sama rétt og aðrir á að taka þátt í persónukjöri til löggjafarsamkomunnar. Ýmsar leiðir eru færar í þessu efni. Sumar þeirra eru augljóslega málamiðlanir milli ólíkra viðhorfa. Ein er sú að skipta þingsætum í tvo hópa. Annar þeirra yrði kjörinn í einmenningskjördæmum en hinn af landslista með svipuðu móti og gert er í einstökum löndum þýska sambandslýðveldisins. Önnur leið er að fara að dæmi Íra og blanda saman persónukjöri og hlutfallskjöri í meðalstórum kjördæmum. Þó að breytingar séu ekki á döfinni nú er þörf á málefnalegri umræðu um þetta efni með það að markmiði að draga úr einsleitni og auka fjölbreytni.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun