Lítil sál týnd í tveim heimum 29. desember 2006 13:30 Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki Lísu í heiminum handan „raunveruleikans“. Sigfús Már Pétursson/Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld leikinn Ófagra veröld eftir skoska leikskáldið Antony Neilson en hann hefur á undanförnum misserum átt nokkrum vinsældum að fagna meðal leikhúsfólks. Heiti leiksins er raunar tvöfalt í roðinu: á frummálinu er heitið Wonderful World of Dissocia – þýðandinn Þórarinn Eldjárn kallaði það Lísu í Sundralandi. Ófagra veröld er sótt í orð Míröndu í Ofviðrinu eftir Shakespeare: „Brave new World – sem Helgi Hálfdanarson þýddi: Ó, fagra veröld. Hér á landi hafa einungis tvö af verkum Neilsons litið dagsins ljós þar til í kvöld: Listaleikhús hinna ungu setti á svið Penetrator í Hampiðjunni og seinna leit dagsins ljós Sensorinn, bæði smáverk miðað við þá heima sem Ófagra veröld geymir. Það var frumsýnt 2004 í september í Tron-leikhúsinu í Edinborg og fór þaðan í Konunglegu leikhúsin í Edinborg og Plymouth. Neilson leikstýrði frumgerð verksins, smíðaði það raunar á æfingatímanum.Fleiri verkEftir áramótin verður frumgerð verksins tekin upp á ný í Skotlandi – Neilson eyðir því þessum dögum í að sviðsetja verkið, rétt eins og Benedikt Erlingsson hefur gert á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þar í húsi hefjast innan skamms æfingar á fjórða verki Neilsons sem hér kemur á svið Líki í óskilum sem Steinunn Knútsdóttir setur upp á Nýja sviðinu. Eins og margir breskir höfundar af yngri kynslóðinni hóf Nelson störf á jaðrinum. Hann er löngum talinn í hópi Blast-kynslóðarinnar með Söru Kane og Mark Ravenhill. Raunar stýrði Neilson fyrsta flutningi á Shopping and fucking einu og hálfu ári áður en það fór á svið. Fóstraður af EdinborgSjálfur leit hann fyrsta verk sitt á sviði í Traverse-leikhúsinu í Skotlandi sem hét Welfare my lovely en Traverse hefur fóstrað mörg ung bresk leikskáld. Annað sviðsverk hans, Normal, var frumsýnt á Edinborgarhátíðinni en síðan flutt á Finborough Arms. Penetrator leit dagsins ljós 1993 á Edinborgarhátíðinni. Líkt og er oft með verk smærri hópa fóru verkin fyrst á svið í Edinborg í tengslum við hátíðina þar en voru svo flutt um set í smærri jaðarleikhús. Penetrator endaði á Royal Court og þar með var Neilson kominn í innsta hring breskra leikhúsa. Kvikmyndin heillarSjálfur segist hann helst vilja semja fyrir svarta kassa: leikhús hins fágaða borgaraskapar eru ekki hans: þó vill hann fyrir alla muni ná til áhorfenda sem gerist ekki nema í stærri og virtari húsum. Heredity var leikið á Royal Court og White Trash á National Theatre Studio. Hann segist forðast leikhús og leiksýningar á verkum annarra. Draumamiðill hans er kvikmyndin: Hann hefur skrifað fyrir sjónvarp, átti handrit að áætlaðri mynd fyrir bíó sem byggði á Cracker og annað handrit að hugsanlegri kvikmynd eftir Prime Suspect, en hvorugt varð að veruleika. Hann samdi handrit og leikstýrði myndinni Dept Collector 1999. Síðustu fjögur árin hefur Neilson jöfnum höndum leikstýrt og samið verk: Edward Gant’s Amazing Feats of Loneliness og Stitching urðu bæði til með þeim hætti, nánast samin um leið og þau voru æfð. Á einu og sama árinu komu þau ásamt The Lying Kind fyrir almenningssjónir. Hann vinnur nú að handritum fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Sundraður heimurSundraland var skáldinu umhugsunarefni um langan tíma áður en það varð til í æfingum haustið 2004: fimmtungur þess var til þegar þær hófust. Verkið fjallar um tvo aðskilda heima geðsýki og heilbrigðis. Það er tilraunakennt í formi og því nokkur raun leikstjóra: Benedikt Erlingsson segir vandann við sviðsetningu á Stóra sviðinu vera þann að þar þurfi að ákveða flesta hluti í undirbúningsvinnu. Þar njóti leikstjórar ekki sama frelsis og smærri svið veiti. Eigin reynslaNeilson gengst fúslega við að verkið byggi á eigin reynslu: geðsýki þekkist í hans fjölskyldu eins og margra annarra. Andlega kvilla eigi menn ekki að forðast heldur kynna sér með samtali við þá sjúku. Hann viðurkennir að verkið hafi orðið til á skeiði í hans eigin lífi þegar hann var fokkaður, takandi spítt í of miklu magni og í sambúð við einstakling sem gekk ekki heill til skógar. Hann hafi verið læstur í hringekju. Verkið beri saman heima brjálseminnar með sinni fullvissu, angist og stórum tilfinningum og hinn heiminn þar sem allt sé með skikk og skipan: „Fólk hættir að taka lyfin vegna þess að heimur geðveikinnar er lifandi og fagurt land, fullt af fögnuði, en byggir á lögum sem eru kripplandi og hræðileg.“ Glæstur hópurÍ sviðsetningu kvöldsins er Benedikt enn í samstarfi við Gretar Reynisson en saman unnu þeir Draumleik með miklum ágætum á sama sviði. Leikhópurinn telur átta: Ilmi Kristjánsdóttur, Berg Þór Ingólfsson, Björn Inga Hilmarsson, Charlotte Böving, Guðmund Ólafsson, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Þór Tulinius og Þórhall Sigurðsson – Ladda. Auk þeirra Gretars koma eftirtaldir að sýningunni: hljóð annast Ólafur Örn Thoroddsen, lýsingu Halldór Örn Óskarsson, leikgervi gerir Sigríður Rósa Bjarnadóttir, búninga Helga I. Stefánsdóttir og tónlist Pétur Þór Benediktsson. -pbb Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld leikinn Ófagra veröld eftir skoska leikskáldið Antony Neilson en hann hefur á undanförnum misserum átt nokkrum vinsældum að fagna meðal leikhúsfólks. Heiti leiksins er raunar tvöfalt í roðinu: á frummálinu er heitið Wonderful World of Dissocia – þýðandinn Þórarinn Eldjárn kallaði það Lísu í Sundralandi. Ófagra veröld er sótt í orð Míröndu í Ofviðrinu eftir Shakespeare: „Brave new World – sem Helgi Hálfdanarson þýddi: Ó, fagra veröld. Hér á landi hafa einungis tvö af verkum Neilsons litið dagsins ljós þar til í kvöld: Listaleikhús hinna ungu setti á svið Penetrator í Hampiðjunni og seinna leit dagsins ljós Sensorinn, bæði smáverk miðað við þá heima sem Ófagra veröld geymir. Það var frumsýnt 2004 í september í Tron-leikhúsinu í Edinborg og fór þaðan í Konunglegu leikhúsin í Edinborg og Plymouth. Neilson leikstýrði frumgerð verksins, smíðaði það raunar á æfingatímanum.Fleiri verkEftir áramótin verður frumgerð verksins tekin upp á ný í Skotlandi – Neilson eyðir því þessum dögum í að sviðsetja verkið, rétt eins og Benedikt Erlingsson hefur gert á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þar í húsi hefjast innan skamms æfingar á fjórða verki Neilsons sem hér kemur á svið Líki í óskilum sem Steinunn Knútsdóttir setur upp á Nýja sviðinu. Eins og margir breskir höfundar af yngri kynslóðinni hóf Nelson störf á jaðrinum. Hann er löngum talinn í hópi Blast-kynslóðarinnar með Söru Kane og Mark Ravenhill. Raunar stýrði Neilson fyrsta flutningi á Shopping and fucking einu og hálfu ári áður en það fór á svið. Fóstraður af EdinborgSjálfur leit hann fyrsta verk sitt á sviði í Traverse-leikhúsinu í Skotlandi sem hét Welfare my lovely en Traverse hefur fóstrað mörg ung bresk leikskáld. Annað sviðsverk hans, Normal, var frumsýnt á Edinborgarhátíðinni en síðan flutt á Finborough Arms. Penetrator leit dagsins ljós 1993 á Edinborgarhátíðinni. Líkt og er oft með verk smærri hópa fóru verkin fyrst á svið í Edinborg í tengslum við hátíðina þar en voru svo flutt um set í smærri jaðarleikhús. Penetrator endaði á Royal Court og þar með var Neilson kominn í innsta hring breskra leikhúsa. Kvikmyndin heillarSjálfur segist hann helst vilja semja fyrir svarta kassa: leikhús hins fágaða borgaraskapar eru ekki hans: þó vill hann fyrir alla muni ná til áhorfenda sem gerist ekki nema í stærri og virtari húsum. Heredity var leikið á Royal Court og White Trash á National Theatre Studio. Hann segist forðast leikhús og leiksýningar á verkum annarra. Draumamiðill hans er kvikmyndin: Hann hefur skrifað fyrir sjónvarp, átti handrit að áætlaðri mynd fyrir bíó sem byggði á Cracker og annað handrit að hugsanlegri kvikmynd eftir Prime Suspect, en hvorugt varð að veruleika. Hann samdi handrit og leikstýrði myndinni Dept Collector 1999. Síðustu fjögur árin hefur Neilson jöfnum höndum leikstýrt og samið verk: Edward Gant’s Amazing Feats of Loneliness og Stitching urðu bæði til með þeim hætti, nánast samin um leið og þau voru æfð. Á einu og sama árinu komu þau ásamt The Lying Kind fyrir almenningssjónir. Hann vinnur nú að handritum fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Sundraður heimurSundraland var skáldinu umhugsunarefni um langan tíma áður en það varð til í æfingum haustið 2004: fimmtungur þess var til þegar þær hófust. Verkið fjallar um tvo aðskilda heima geðsýki og heilbrigðis. Það er tilraunakennt í formi og því nokkur raun leikstjóra: Benedikt Erlingsson segir vandann við sviðsetningu á Stóra sviðinu vera þann að þar þurfi að ákveða flesta hluti í undirbúningsvinnu. Þar njóti leikstjórar ekki sama frelsis og smærri svið veiti. Eigin reynslaNeilson gengst fúslega við að verkið byggi á eigin reynslu: geðsýki þekkist í hans fjölskyldu eins og margra annarra. Andlega kvilla eigi menn ekki að forðast heldur kynna sér með samtali við þá sjúku. Hann viðurkennir að verkið hafi orðið til á skeiði í hans eigin lífi þegar hann var fokkaður, takandi spítt í of miklu magni og í sambúð við einstakling sem gekk ekki heill til skógar. Hann hafi verið læstur í hringekju. Verkið beri saman heima brjálseminnar með sinni fullvissu, angist og stórum tilfinningum og hinn heiminn þar sem allt sé með skikk og skipan: „Fólk hættir að taka lyfin vegna þess að heimur geðveikinnar er lifandi og fagurt land, fullt af fögnuði, en byggir á lögum sem eru kripplandi og hræðileg.“ Glæstur hópurÍ sviðsetningu kvöldsins er Benedikt enn í samstarfi við Gretar Reynisson en saman unnu þeir Draumleik með miklum ágætum á sama sviði. Leikhópurinn telur átta: Ilmi Kristjánsdóttur, Berg Þór Ingólfsson, Björn Inga Hilmarsson, Charlotte Böving, Guðmund Ólafsson, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Þór Tulinius og Þórhall Sigurðsson – Ladda. Auk þeirra Gretars koma eftirtaldir að sýningunni: hljóð annast Ólafur Örn Thoroddsen, lýsingu Halldór Örn Óskarsson, leikgervi gerir Sigríður Rósa Bjarnadóttir, búninga Helga I. Stefánsdóttir og tónlist Pétur Þór Benediktsson. -pbb
Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira