Artest skipt fyrir Stojakovic 26. janúar 2006 02:17 Ron Artest hefur bókstaflega eyðilegt tvö tímabil fyrir liði Indiana, en nú fær hann tækifæri til að byrja með hreint borð í Sacramento NordicPhotos/GettyImages Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. Forráðamenn Sacramento vonast til þess að Artest muni gefa liðinu aukna hörku og bættan varnarleik, sem hann og væntanlega gerir, en enginn getur þó sagt til um hversu lengi sú hamingja varir því maðurinn virðist oft á tíðum ekki heill á geðsmunum. Viðskipti liðanna hafa staðið til í nokkurn tíma, en eigandi Indiana þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá Artest til að fallast á að fara til Kaliforníu. Stojakovic er mjög ólíkur leikmaður og er fyrst og fremst skytta. Hann var fyrir nokkrum árum talin besta skyttan í NBA deildinni, en meiðsli og áhugaleysi hafa gert það að verkum að hann hefur ekki gert gott mót það sem af er í vetur. Stojakovic er með lausa samninga í sumar. Flestir spekingar vestanhafs eru á einu máli um að þó vel gæti farið að annað eða bæði lið ættu eftir að tapa stórt á þessum viðskiptum, hafi þau einfaldlega verið þeim báðum nauðsynleg. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Sjá meira
Hörmungarsögu Indiana Pacers og Ron Artest er nú lokið, en í kvöld skipti félagið vandræðagemlingnum til Sacramento Kings og fékk í staðinn serbnesku skyttuna Peja Stojakovic. Artest hefur ekki spilað leik á árinu eftir að hafa opinberlega farið fram á að verða skipt frá Indiana, en Stojakovic hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar í vetur. Forráðamenn Sacramento vonast til þess að Artest muni gefa liðinu aukna hörku og bættan varnarleik, sem hann og væntanlega gerir, en enginn getur þó sagt til um hversu lengi sú hamingja varir því maðurinn virðist oft á tíðum ekki heill á geðsmunum. Viðskipti liðanna hafa staðið til í nokkurn tíma, en eigandi Indiana þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá Artest til að fallast á að fara til Kaliforníu. Stojakovic er mjög ólíkur leikmaður og er fyrst og fremst skytta. Hann var fyrir nokkrum árum talin besta skyttan í NBA deildinni, en meiðsli og áhugaleysi hafa gert það að verkum að hann hefur ekki gert gott mót það sem af er í vetur. Stojakovic er með lausa samninga í sumar. Flestir spekingar vestanhafs eru á einu máli um að þó vel gæti farið að annað eða bæði lið ættu eftir að tapa stórt á þessum viðskiptum, hafi þau einfaldlega verið þeim báðum nauðsynleg.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Sjá meira