Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun 31. janúar 2006 13:02 Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira