Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss 4. mars 2006 12:45 Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, Þórður Már Jóhannesson, forstjóri bankans, og Magnús Kristinsson, fráfarandi varaformaður stjórnar, á aðalfundi í gær. Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira
Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira