Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 7. mars 2006 12:13 Höfðustöðvar Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfélags deCode Genetics. DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti ársuppgjör sitt eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gær. Tap á rekstri DeCode í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. DeCode var stofnað síðla árs 1997. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun þess og ef ársuppgjör þess eru skoðuð kemur í ljós að tap á rekstrinum var 1,7 milljarðar íslenskra króna árið 1999, 2,6 milljarðar ári síðar, 5,4 milljarðar árið 2001 og náði 10,7 milljörðum 2002. Árið 2003 var tapið 2,5 milljarðar, 3,5 milljarðar ári síðar og rétt tæpir 4 milljarðar í fyrra. Tapið er hér umreiknað út frá meðalgengi bandaríkjadals í lok hvers árs fyrir sig. Samkvæmt þessu er heildartapið frá 1999 rétt rúmir 30 milljarðar íslenskra króna. Tekjur félagsins á sama tíma hafa minnstar verið 1,2 milljarðar árið 1999 og mestar 3,3 milljarðar 2002 og 2003. Tekjur í fyrra voru 2,7 milljarðar. Heildartekjur árin 1999 til 2005 voru um 17,7 milljarðar miðað við sömu forsendur og áður voru gefnar. Sérfræðingur hjá greiningardeild KB-banka sagði í samtali við NFS að árangur deCode frá stofnun væri betri og stefnumiðaðri en hjá mörgum samskonar fyrirtækjum sem hefðu verið stofnuð á sama tíma. Hann sagði erfitt að spá fyrir um það hvenær félagið fari að skila hagnaði en það ráðist af því hvernig lyfjaprófanir gangi en þær geti tekið allt frá fimm til fimmtán árum. Í tilkynningu frá deCode er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að nokkur lyf séu langt komin í prufum og tilraunir á fimm lyfjablöndum verði vel á veg komnar í lok árs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti ársuppgjör sitt eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gær. Tap á rekstri DeCode í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. DeCode var stofnað síðla árs 1997. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun þess og ef ársuppgjör þess eru skoðuð kemur í ljós að tap á rekstrinum var 1,7 milljarðar íslenskra króna árið 1999, 2,6 milljarðar ári síðar, 5,4 milljarðar árið 2001 og náði 10,7 milljörðum 2002. Árið 2003 var tapið 2,5 milljarðar, 3,5 milljarðar ári síðar og rétt tæpir 4 milljarðar í fyrra. Tapið er hér umreiknað út frá meðalgengi bandaríkjadals í lok hvers árs fyrir sig. Samkvæmt þessu er heildartapið frá 1999 rétt rúmir 30 milljarðar íslenskra króna. Tekjur félagsins á sama tíma hafa minnstar verið 1,2 milljarðar árið 1999 og mestar 3,3 milljarðar 2002 og 2003. Tekjur í fyrra voru 2,7 milljarðar. Heildartekjur árin 1999 til 2005 voru um 17,7 milljarðar miðað við sömu forsendur og áður voru gefnar. Sérfræðingur hjá greiningardeild KB-banka sagði í samtali við NFS að árangur deCode frá stofnun væri betri og stefnumiðaðri en hjá mörgum samskonar fyrirtækjum sem hefðu verið stofnuð á sama tíma. Hann sagði erfitt að spá fyrir um það hvenær félagið fari að skila hagnaði en það ráðist af því hvernig lyfjaprófanir gangi en þær geti tekið allt frá fimm til fimmtán árum. Í tilkynningu frá deCode er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að nokkur lyf séu langt komin í prufum og tilraunir á fimm lyfjablöndum verði vel á veg komnar í lok árs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira