Ben Gordon skaut Washington í kaf 15. apríl 2006 06:56 Ben Gordon jafnaði NBA metið með því að hitta úr 9 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum við Washington í nótt NordicPhotos/GettyImages Chicago Bulls heldur dauðahaldi í áttunda sætið í Austurdeildinni í NBA eftir nauman en gríðarlega mikilvægan sigur á Washington Wizards í nótt 103-101. Ben Gordon var maðurinn á bak við sigur Chicago, en hann skoraði 32 stig í leiknum og hitti úr öllum níu þriggja stiga skotum sínum sem er jöfnun á NBA meti Latrell Sprewell frá árinu 2003. Gilbert Arenas skoraði 36 stig fyrir Washington, en aðeins 4 stig í fjórða leikhluta og er reyndar sárþjáður vegna bakmeiðsla. Sigur Chicago þýðir að baráttan um sæti 5-9 í Austurdeildinni er öll upp í loft og allt getur gerst á lokasprettinum. Um leið og Chicago styrkti stöðu sína í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppnina, steinlágu keppinautar þeirra í Philadelphia fyrir Miami á útivelli 104-85 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en Allen Iverson skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en útlitið er frekar dökkt hjá liðinu með að ná í úrslitakeppnina. Utah Jazz er í sömu stöðu í Vesturdeildinni og í nótt vann liðið sinn 5. leik í röð og ætlar ekki að gefast upp í baráttunni um 8. sætið þar. Utah skellti New Orleans á útivelli 105-104 og þar með eru möguleikar New Orleans nánast úr sögunni. Andrei Kirilenko átti enn einn stórleikinn fyrir Utah með 25 stig, 9 fráköst, 7 varin skot og 6 stoðsendingar. David West var einnig frábær í liði New Orleans með 31 stig og 12 fráköst. LA Clippers er nú komið í 5. sætið í Vesturdeildinni ásamt Memphis eftir 101-97 útisigur á Seattle. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle og vantar nú aðeins 12 þriggja stiga körfur í síðustu þremur leikjunum til að slá NBA met Dennis Scott yfir flesta þrista skoraða á einu tímabili. Kobe Bryant sló stigametið hjá LA Lakers á einu tímabili þegar hann sallaði 50 stigum á lánlaust og undirmannað lið Portland í 110-99 sigri Lakers. Þetta var í 6. skiptið í vetur og 11. skiptið á ferlinum sem Bryant fer yfir 50 stiga múrinn. Lamar Odom náði þrennu annan leikinn í röð með 16 stigum, 12 fráköstum og 12 stoðsendingum. Martell Webster skoraði 18 stig fyrir Portland. Charlotte lagði Atlanta 116-110. Raymont Felton skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Charlotte, en Joe Johnson skoraði 35 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Atlanta. Mike James setti persónulegt met gegn sínum gömlu félögum þegar hann skoraði 39 stig fyrir Toronto í 108-103 sigri liðsins á Detroit Pistons. Rip Hamilton skoraði 16 stig fyrir Detroit, sem tapaði þar með aðeins sínum 16. leik í vetur og virðist vera komið með hugann við úrslitakeppnina. New Jersey lagði Boston 79-74. Vince Carter skoraði 15 stig fyrir New Jersey, en Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston. Milwaukee vann auðveldan sigur á New York 97-80. Michael Redd skoraði 23 stig fyrir Milwaukee en Maurice Taylor skoraði 22 stig fyrir New York. Larry Brown var ekki á hliðarlínunni hjá New York af heilsufarsástæðum, en hann var enn eina ferðina fluttur á sjúkrahús eftir síðasta leik og þó læknar hefðu gefið honum grænt ljós á leikinn í kvöld - ákvað hann að hvíla sig. Indiana vann átakalítinn sigur á Minnesota 89-77 og nú bíða margir eftir því að forráðamenn deildarinnar geri athugasemdir við liðsuppstillingu Minnesota undanfarið, því vafasamt þykir að allir lykilmenn liðsins skuli vera komnir á meiðslalistann í lokin þegar að engu er að keppa. Jermaine O´Neal skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana, en Adrian Griffin skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Golden State lagði Phoenix 110-102. Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Golden State, en Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix og franski framherjinn Boris Diaw náði aftur þrennu með 11 stigum, 16 stoðsendingum og 11 fráköstum. Byrjunarbakverðir Phoenix, þeir Raja Bell og Steve Nash, voru hvíldir í leiknum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Chicago Bulls heldur dauðahaldi í áttunda sætið í Austurdeildinni í NBA eftir nauman en gríðarlega mikilvægan sigur á Washington Wizards í nótt 103-101. Ben Gordon var maðurinn á bak við sigur Chicago, en hann skoraði 32 stig í leiknum og hitti úr öllum níu þriggja stiga skotum sínum sem er jöfnun á NBA meti Latrell Sprewell frá árinu 2003. Gilbert Arenas skoraði 36 stig fyrir Washington, en aðeins 4 stig í fjórða leikhluta og er reyndar sárþjáður vegna bakmeiðsla. Sigur Chicago þýðir að baráttan um sæti 5-9 í Austurdeildinni er öll upp í loft og allt getur gerst á lokasprettinum. Um leið og Chicago styrkti stöðu sína í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppnina, steinlágu keppinautar þeirra í Philadelphia fyrir Miami á útivelli 104-85 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en Allen Iverson skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en útlitið er frekar dökkt hjá liðinu með að ná í úrslitakeppnina. Utah Jazz er í sömu stöðu í Vesturdeildinni og í nótt vann liðið sinn 5. leik í röð og ætlar ekki að gefast upp í baráttunni um 8. sætið þar. Utah skellti New Orleans á útivelli 105-104 og þar með eru möguleikar New Orleans nánast úr sögunni. Andrei Kirilenko átti enn einn stórleikinn fyrir Utah með 25 stig, 9 fráköst, 7 varin skot og 6 stoðsendingar. David West var einnig frábær í liði New Orleans með 31 stig og 12 fráköst. LA Clippers er nú komið í 5. sætið í Vesturdeildinni ásamt Memphis eftir 101-97 útisigur á Seattle. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle og vantar nú aðeins 12 þriggja stiga körfur í síðustu þremur leikjunum til að slá NBA met Dennis Scott yfir flesta þrista skoraða á einu tímabili. Kobe Bryant sló stigametið hjá LA Lakers á einu tímabili þegar hann sallaði 50 stigum á lánlaust og undirmannað lið Portland í 110-99 sigri Lakers. Þetta var í 6. skiptið í vetur og 11. skiptið á ferlinum sem Bryant fer yfir 50 stiga múrinn. Lamar Odom náði þrennu annan leikinn í röð með 16 stigum, 12 fráköstum og 12 stoðsendingum. Martell Webster skoraði 18 stig fyrir Portland. Charlotte lagði Atlanta 116-110. Raymont Felton skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Charlotte, en Joe Johnson skoraði 35 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Atlanta. Mike James setti persónulegt met gegn sínum gömlu félögum þegar hann skoraði 39 stig fyrir Toronto í 108-103 sigri liðsins á Detroit Pistons. Rip Hamilton skoraði 16 stig fyrir Detroit, sem tapaði þar með aðeins sínum 16. leik í vetur og virðist vera komið með hugann við úrslitakeppnina. New Jersey lagði Boston 79-74. Vince Carter skoraði 15 stig fyrir New Jersey, en Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston. Milwaukee vann auðveldan sigur á New York 97-80. Michael Redd skoraði 23 stig fyrir Milwaukee en Maurice Taylor skoraði 22 stig fyrir New York. Larry Brown var ekki á hliðarlínunni hjá New York af heilsufarsástæðum, en hann var enn eina ferðina fluttur á sjúkrahús eftir síðasta leik og þó læknar hefðu gefið honum grænt ljós á leikinn í kvöld - ákvað hann að hvíla sig. Indiana vann átakalítinn sigur á Minnesota 89-77 og nú bíða margir eftir því að forráðamenn deildarinnar geri athugasemdir við liðsuppstillingu Minnesota undanfarið, því vafasamt þykir að allir lykilmenn liðsins skuli vera komnir á meiðslalistann í lokin þegar að engu er að keppa. Jermaine O´Neal skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana, en Adrian Griffin skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Golden State lagði Phoenix 110-102. Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Golden State, en Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix og franski framherjinn Boris Diaw náði aftur þrennu með 11 stigum, 16 stoðsendingum og 11 fráköstum. Byrjunarbakverðir Phoenix, þeir Raja Bell og Steve Nash, voru hvíldir í leiknum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira