Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi 3. maí 2006 22:47 MYND/Stöð 2 Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira