Toronto datt í lukkupottinn 24. maí 2006 07:00 Lið Toronto datt sannarlega í lukkupottinn í lotteríinu í NBA í nótt Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur. Lið Portland Trailblazers hafnaði í neðsta sæti í deildarkeppninni í vetur átti þar af leiðandi flestar kúlur í pottinum þegar dregið var í nótt. Þrátt fyrir að 25% líkur hafi verið á að Portland fengi fyrsta valréttinn, var það Toronto sem datt í lukkupottinn þrátt fyrir að líkurnar á því væru aðeins um 8% - ekki ósvipað og þegar Milwaukee hreppti hnossið í fyrra. Aðeins þrjú lið með slakastan árangur í deildinni hafa fengið fyrsta valrétt síðan árið 1990. Annan valrétt fær Chicago eftir að hafa fengið hann frá New York Knicks í skiptum fyrir Eddy Curry á sínum tíma. Charlotte velur númer þrjú, þá Portland og Atlanta fær fimmta valréttinn. Ekki er búist við því að verði neinir stórlaxar á lausu í nýliðavalinu í ár, sem fram fer í New York þann 28. júní, en framherjinn Adam Morrison frá Gonzaga, miðherjinn LaMarcus Aldridge frá Texas-háskólanum og framherjinn Tyrus Thomas frá LSU, þykja allir koma vel til greina sem fyrsti valréttur.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir fyrstu 30. valréttina:1. Toronto 2. Chicago (frá New York) 3. Charlotte 4. Portland 5. Atlanta 6. Minnesota 7. Boston 8. Houston 9. Golden State 10. Seattle 11. Orlando 12. New Orleans 13. Philadelphia 14. Utah 15. New Orleans (frá Milwaukee) 16. Chicago 17. Indiana 18. Washington 19. Sacramento 20. New York (frá Denver í gegn um Toronto og New Jersey) 21. Phoenix (frá L.A. Lakers í gegn um Atlanta og Boston) 22. New Jersey (frá L.A. Clippers í gegn um Denver og Orlando) 23. New Jersey 24. Memphis 25. Cleveland 26. L.A. Lakers (frá Miami) 27. Phoenix 28. Dallas 29. New York (frá San Antonio) 30. Portland (frá Detroit í gegn um Utah) Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur. Lið Portland Trailblazers hafnaði í neðsta sæti í deildarkeppninni í vetur átti þar af leiðandi flestar kúlur í pottinum þegar dregið var í nótt. Þrátt fyrir að 25% líkur hafi verið á að Portland fengi fyrsta valréttinn, var það Toronto sem datt í lukkupottinn þrátt fyrir að líkurnar á því væru aðeins um 8% - ekki ósvipað og þegar Milwaukee hreppti hnossið í fyrra. Aðeins þrjú lið með slakastan árangur í deildinni hafa fengið fyrsta valrétt síðan árið 1990. Annan valrétt fær Chicago eftir að hafa fengið hann frá New York Knicks í skiptum fyrir Eddy Curry á sínum tíma. Charlotte velur númer þrjú, þá Portland og Atlanta fær fimmta valréttinn. Ekki er búist við því að verði neinir stórlaxar á lausu í nýliðavalinu í ár, sem fram fer í New York þann 28. júní, en framherjinn Adam Morrison frá Gonzaga, miðherjinn LaMarcus Aldridge frá Texas-háskólanum og framherjinn Tyrus Thomas frá LSU, þykja allir koma vel til greina sem fyrsti valréttur.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir fyrstu 30. valréttina:1. Toronto 2. Chicago (frá New York) 3. Charlotte 4. Portland 5. Atlanta 6. Minnesota 7. Boston 8. Houston 9. Golden State 10. Seattle 11. Orlando 12. New Orleans 13. Philadelphia 14. Utah 15. New Orleans (frá Milwaukee) 16. Chicago 17. Indiana 18. Washington 19. Sacramento 20. New York (frá Denver í gegn um Toronto og New Jersey) 21. Phoenix (frá L.A. Lakers í gegn um Atlanta og Boston) 22. New Jersey (frá L.A. Clippers í gegn um Denver og Orlando) 23. New Jersey 24. Memphis 25. Cleveland 26. L.A. Lakers (frá Miami) 27. Phoenix 28. Dallas 29. New York (frá San Antonio) 30. Portland (frá Detroit í gegn um Utah)
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira