Nowitzki skoraði 50 stig 2. júní 2006 05:57 Dirk Nowitzki var frábær í nótt og skoraði 50 stig og hirti 12 fráköst NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira