Vorum búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur 11. júní 2006 17:46 Íslenska landsliðið er taplaust í fyrstu 3 landsleikjunum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. ©Einar Ólason / E.Ól., "Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíanna mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. "Við komum Svíunum líka á óvart með því að beita framliggjandi vörninni á hinn kantinn miðað við það sem við vorum að gera í leikjunum við Dani. Við spiluðum leikina við Dani með þrjá mismunandi varnir, 6:0, 5:1 með skyggingu á kantinn og agrissíva 5:1 vörn þannig að þeir höfðu úr mjög miklu að vinna," sagði Alfreð sem lagði greinilega áherslu á að rugla Svíanna í ríminu. "Það sést á markaskorun liðsins í dag að hún er að dreifast á allt liðið og það gerði þeim mjög erfitt fyrir. Umfjöllunin fyrir leikinn var þannig að þeir þurftu að stoppa Óla en það sýndi sig í þessum leik að Óli átti fullt af fínum sendingum en hann var ekki að skora mikið en allir hinir voru að ógna þannig að Svíarnir vissu varla sitt rjúkandi ráð," sagði Alfreð. Spiluðum mjög góðan varnarleik "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Við spiluðum mjög góðan varnarleik og Birkir var að verja á bak við. Við vorum líka að keyra hraðaupphlaupin og það var sorglegt hvernig við fórum með færin til þess að byrja með. Vegna þess að færslan og baráttan í liðinu var það mikil og strákarnir voru að fylgja vel þessum reglum sem við vorum búnir að setja okkur þá var ég aldrei hræddur um að við kæmust ekki inn í leikinn aftur. Við hefðum getað stungið þá af í fyrri hálfleik ef Genzel hefði ekki verið að taka þessi dauðafæri en við sýndum hinsvegar gríðarlegan karakter með því að komast alltaf inn í leikinn aftur og unnum þetta verðskuldað," sagði Alfreð en var sérstaklega ánægður með tvo unga stráka í íslenska liðinu, Einar Hólmgeirsson og Arnór Atlason sem skoruðu saman 11 mörk úr aðeins 17 skotum. "Það er styrkleiki Einars að koma á ferðinni. Hann er fljótur upp og maður sér ekki einu sinni boltann þetta er svo fast hjá honum. Þeir ætluðu að fara að taka út Óla og hann hjálpaði okkur því gífurlega mikið í þessum leik. Það var ekki hægt að stoppa hann í þessum ham því markverðirnir sjá ekki einu sinni boltann," sagði Alfreð um Einar Hólmgeirsson sem spilaði nánast ekkert í leikjunum við Dani (0 mörk í 4 skotum) en skoraði sex stórglæsileg mörk úr aðeins sjö skotum, tvö á lokamínútum fyrri hálfleiks og 4 á lokamínútum seinni hálfleiks. Alfreð lofaði líka Arnór. Spilaði eins og hann væri þrítugur "Arnór var líklega að spila erfuðustu stöðuna á vellinum og hann var með frábæran leik. Hann spilaði eins og hann væri þrítugur var yfirleitt alltaf að taka réttar ákvarðanir og ef tekið er inn í hvað hann er ungur þá er þetta algjör klassi," sagði Alfreð um Arnór Atlason sem var með 5 mörk og 6 stoðsendingar í leiknum "Við komum Svíunum meira á óvart en þeir okkur en við vitum að þeir geta miklu meira en þeir sýndu í þessum leik. Þeir fengu væntanlega áfall, í fyrsta lagi af því að þeir bjuggust ekki við okkur svona sterkum og í öðru lagi héldu þeir að við myndum spila vörnina öðruvísi. Þeir voru búnir að segja fyrir leikinn að Íslendingar ættu enga markmenn en það kom í ljós í dag að Birkir átti frábæran leik og stóð jafnfætis Genzel," sagði Alfreð sem er varkár í yfirlýsingum fyrir seinni leikinn. Þurfum pakkaða höll "Nú fer þetta alveg eftir því hvernig við komum inn í næsta leik. Ég sagði við strákanna að við gætum tapað hér með sex eða sjö mörkum og komist áfram en við gætum einnig unnið með fjórum mörkum og dottið út. Svíarnir eru skipulagðir og vinna vel saman. Við áttum helmingsmöguleika fyrir þessa leiki og það mat mitt hefur ekkert breyst," sagði Alfreð sem vonast eftir miklum stuðningi á laugardaginn. "Við þurfum pakkaða höll og mikinn stuðning og í það minnsta að spila jafnvel og í dag ef við ætlum að forðast það að tapa leiknum," saðgi Alfreð að lokum í viðtali við Geir Magnússon sem lýsti leiknum frá Globen í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
"Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíanna mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. "Við komum Svíunum líka á óvart með því að beita framliggjandi vörninni á hinn kantinn miðað við það sem við vorum að gera í leikjunum við Dani. Við spiluðum leikina við Dani með þrjá mismunandi varnir, 6:0, 5:1 með skyggingu á kantinn og agrissíva 5:1 vörn þannig að þeir höfðu úr mjög miklu að vinna," sagði Alfreð sem lagði greinilega áherslu á að rugla Svíanna í ríminu. "Það sést á markaskorun liðsins í dag að hún er að dreifast á allt liðið og það gerði þeim mjög erfitt fyrir. Umfjöllunin fyrir leikinn var þannig að þeir þurftu að stoppa Óla en það sýndi sig í þessum leik að Óli átti fullt af fínum sendingum en hann var ekki að skora mikið en allir hinir voru að ógna þannig að Svíarnir vissu varla sitt rjúkandi ráð," sagði Alfreð. Spiluðum mjög góðan varnarleik "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Við spiluðum mjög góðan varnarleik og Birkir var að verja á bak við. Við vorum líka að keyra hraðaupphlaupin og það var sorglegt hvernig við fórum með færin til þess að byrja með. Vegna þess að færslan og baráttan í liðinu var það mikil og strákarnir voru að fylgja vel þessum reglum sem við vorum búnir að setja okkur þá var ég aldrei hræddur um að við kæmust ekki inn í leikinn aftur. Við hefðum getað stungið þá af í fyrri hálfleik ef Genzel hefði ekki verið að taka þessi dauðafæri en við sýndum hinsvegar gríðarlegan karakter með því að komast alltaf inn í leikinn aftur og unnum þetta verðskuldað," sagði Alfreð en var sérstaklega ánægður með tvo unga stráka í íslenska liðinu, Einar Hólmgeirsson og Arnór Atlason sem skoruðu saman 11 mörk úr aðeins 17 skotum. "Það er styrkleiki Einars að koma á ferðinni. Hann er fljótur upp og maður sér ekki einu sinni boltann þetta er svo fast hjá honum. Þeir ætluðu að fara að taka út Óla og hann hjálpaði okkur því gífurlega mikið í þessum leik. Það var ekki hægt að stoppa hann í þessum ham því markverðirnir sjá ekki einu sinni boltann," sagði Alfreð um Einar Hólmgeirsson sem spilaði nánast ekkert í leikjunum við Dani (0 mörk í 4 skotum) en skoraði sex stórglæsileg mörk úr aðeins sjö skotum, tvö á lokamínútum fyrri hálfleiks og 4 á lokamínútum seinni hálfleiks. Alfreð lofaði líka Arnór. Spilaði eins og hann væri þrítugur "Arnór var líklega að spila erfuðustu stöðuna á vellinum og hann var með frábæran leik. Hann spilaði eins og hann væri þrítugur var yfirleitt alltaf að taka réttar ákvarðanir og ef tekið er inn í hvað hann er ungur þá er þetta algjör klassi," sagði Alfreð um Arnór Atlason sem var með 5 mörk og 6 stoðsendingar í leiknum "Við komum Svíunum meira á óvart en þeir okkur en við vitum að þeir geta miklu meira en þeir sýndu í þessum leik. Þeir fengu væntanlega áfall, í fyrsta lagi af því að þeir bjuggust ekki við okkur svona sterkum og í öðru lagi héldu þeir að við myndum spila vörnina öðruvísi. Þeir voru búnir að segja fyrir leikinn að Íslendingar ættu enga markmenn en það kom í ljós í dag að Birkir átti frábæran leik og stóð jafnfætis Genzel," sagði Alfreð sem er varkár í yfirlýsingum fyrir seinni leikinn. Þurfum pakkaða höll "Nú fer þetta alveg eftir því hvernig við komum inn í næsta leik. Ég sagði við strákanna að við gætum tapað hér með sex eða sjö mörkum og komist áfram en við gætum einnig unnið með fjórum mörkum og dottið út. Svíarnir eru skipulagðir og vinna vel saman. Við áttum helmingsmöguleika fyrir þessa leiki og það mat mitt hefur ekkert breyst," sagði Alfreð sem vonast eftir miklum stuðningi á laugardaginn. "Við þurfum pakkaða höll og mikinn stuðning og í það minnsta að spila jafnvel og í dag ef við ætlum að forðast það að tapa leiknum," saðgi Alfreð að lokum í viðtali við Geir Magnússon sem lýsti leiknum frá Globen í beinni útsendingu Sjónvarpsins.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira