Miami ætlar í sögubækurnar 16. júní 2006 04:19 Dwyane Wade er heldur betur að taka úrslitaeinvígið í sínar hendur, en hann skoraði 36 stig fyrir Miami í nótt AFP Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira