Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið 22. júní 2006 19:00 Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega. Erlent Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega.
Erlent Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira