Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana 23. ágúst 2006 16:05 Jose Mourinho er mjög ósáttur við að Chelsea skuli vera í öðrum styrkleikaflokki í meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira