Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs 25. september 2006 10:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst. Samfylkingin kynnti á laugardag tillögur sem miða að því að lækka matarkostnað heimilanna í landinu um 200 þúsund krónur á ári. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun vörugjalda og afnám tolla í áföngum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í fréttum í gær að hugmyndirnar væru tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst en því mótmælir Ingibjörg. Í Íslandi í bítið í morgun sagði hún: „Ég lýsi yfir fullkominni vanþóknun á því hvernig þessi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna talaði og hlýt að lýsa yfir algjöru vantrausti á þessum einstaklingi. Við erum hér sem flokkur að leggja fram tillögur, við erum kjörnir fulltrúar almennings í landinu, hluti af almannavaldinu, okkur ber auðvitað að hafa skoðun á því og eftirlit með því hvernig skattpeningum fólks er varið og þá kemur þessi fulltrúi hagsmunasamtakanna fram og gerir í raun hróp að Samfylkingunni og biður henni bölbæna." Ingibjörg segir að orð Sigurgeirs séu slík frekja að hún hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. „Ég er alveg tilbúin að ræða við Bændasamtökin um hvað eina sem lýtur að bættum kjörum og stöðu bænda í landinu og ég tel að bændur eigi samleið með neytendum í þessu efni en ég lýsi yfir fullkomnu vantrausti á þessum starfsmanni Bændasamtakanna," sagði Ingibjörg enn fremur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira