Torfæruhjól skemma reiðgötur 25. október 2006 18:11 Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira