Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum 1. nóvember 2006 12:45 Seðlabanki Ísland MYND/Vísir Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira