Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins 7. desember 2006 10:24 MYND/E.Ól Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd. Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd.
Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira