Undirheimablaðamennska, Byrgið og kristindómurinn 20. desember 2006 20:50 Nú verða menn í bransanum háheilagir og segjast aldrei hafa greitt fyrir fréttir. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei stundað undirheimablaðamennsku - væri sjálfsagt ekki góður í því - en þar eru öll mörk mjög óljós. Hvernig ætla menn að fá dópista eða róna til að tala án þess að gefa þeim í sumum tilvikum það sem þeir eru sólgnastir í - dóp og brennivín? Eða peninga fyrir þessu? Það er erfitt að setja algildar reglur um svonalagað, en það er hægt að minna á að DV hefur um árabil greitt fyrir svokölluð fréttaskot. Samkvæmt mínum heimildum hefur stundum verið borgað fyrir fréttaskotin án þess að neinn hafi hringt inn frétt, heldur til að greiða heimildarmönnum laun. Stundum telja menn sig jafnvel þurfa að brjóta lög til að fjalla um lögbrot. Við höfum nýleg dæmi um þetta bæði úr Kompási og úr heimildamyndinni Skuggabörn - sem Reynir Traustason gerði meðal annars í félagi við Þórhall Gunnarsson, ritstjóra Kastljóssins. --- --- --- Mörkin eru óskýr í fíkniefnaheiminum. Það er bent á nafnkunnan lækni og sagt að hann hafi skrifað upp á dóp fyrir fíkniefnaneytendur. Ég hef fylgst aðeins með þessum manni og sýnst hann yfirleitt hafa gott til málanna að leggja. Hann vinnur með þeim allra veikustu, þeim sem eru taldir verstu úrhrök samfélagsins - geðsjúkum afbrotamönnum. Hvað ef læknir metur það svo að hann sé að bjarga neytanda sem er í afar slæmu ástandi? Fráhvörf geta verið svo slæm að menn geta jafnvel beðið bana. --- --- --- Þá að Byrginu. Menn höfðu trú á því sem no nonsense meðferðarstöð þar sem væri hægt að bjarga þeim sem lengst eru leiddir, þeim sem eru í raun dauðvona. Byrgið fékk mikla peninga í starfsemi sína, pólitíkusar röðuðu sér í pontu á Alþingi til að lýsa hvað það væri mikið hneyksli þegar starfsemin þurfti að flytja frá Rockville. Guðmundur í Byrginu virðist hafa verið mjög lunkinn við að útvega sér fé. Starfsemin naut almennrar hylli - þess vegna vildu menn ekki spyrja óþægilegra spurninga. Maður heyrði af Guðmundi og félögum hans þar sem þeir leituðu uppi fíkla í genjum út um bæinn. Það fannst fólki flott. Það var beinlínis snobbað fyrir Byrginu - ég veit ekki hvort það myndi kallast að snobba niður á við. Annars er svo skrítið með áfengissýkina að hún er að miklu leyti einkavætt mein, ólíkt flestum öðrum sjúkdómum. Þetta stafar meðal annars af því að þeir sem hafa sjúkdóminn en eru óvirkir hafa feiknarlegan áhuga á honum - eru oft með hann á heilanum - og eru kannski líka betri í að fást við hann en til dæmis nýútskrifaðir læknar eða hjúkrunarfræðingar. Því finnst mér vafasamt að gagnrýna Byrgið fyrir að þar hafi verið stunduð afeitrun - þar eru menn sem hafa mikla reynslu í bæði eitrun og afeitrun. Það er líka dálítið vanhugsað þegar menn halda því fram að ekki megi rugla saman trú og meðferð. Nú er það svo að fólk sem fer á stað eins og Byrgið hefur náð algjörum botni. Það á í raun enga von í lífinu. Það þarf eitthvert haldreipi og í mörgum tilvikum hefur trúin reynst vera það eina sem dugir - hið eina sem er nógu kröftugt til að geta keppt við fíknina. Langt leiddur dópisti þarf að undirgangast einhvers konar heilaþvott því líf hans snýst um ekkert annað en eitrið. Það er ekki tilviljun að svo stutt er milli ræsisins og trúfélaga eins og Krossins, Fíladelfíu og Hjálpræðishersins. Þegar menn eru komnir í algjört þrot taka þeir því hjálpræði sem býðst og það er oft að finna í kristindómnum. Þetta er líka í anda kristninnar - dæmisögunnar um týnda sauðinn. --- --- --- Það er svo annað mál hvort Guðmundur hefur farið að setja fram eigin útgáfu af kristininni. Kannski er maðurinn trúvillingur. Um meintan öfuguggahátt forstöðumannsins ætla ég ekki að tjá mig, ef satt er hefur hann misnotað aðstöðu sína og vald gróflega. En fyrir þá sem búa nálægt sollinum í Reykjavík og sjá dópista og vesalinga á hverjum degi fer ekki á milli mála hvað svona starfsemi er mikilvæg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun
Nú verða menn í bransanum háheilagir og segjast aldrei hafa greitt fyrir fréttir. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei stundað undirheimablaðamennsku - væri sjálfsagt ekki góður í því - en þar eru öll mörk mjög óljós. Hvernig ætla menn að fá dópista eða róna til að tala án þess að gefa þeim í sumum tilvikum það sem þeir eru sólgnastir í - dóp og brennivín? Eða peninga fyrir þessu? Það er erfitt að setja algildar reglur um svonalagað, en það er hægt að minna á að DV hefur um árabil greitt fyrir svokölluð fréttaskot. Samkvæmt mínum heimildum hefur stundum verið borgað fyrir fréttaskotin án þess að neinn hafi hringt inn frétt, heldur til að greiða heimildarmönnum laun. Stundum telja menn sig jafnvel þurfa að brjóta lög til að fjalla um lögbrot. Við höfum nýleg dæmi um þetta bæði úr Kompási og úr heimildamyndinni Skuggabörn - sem Reynir Traustason gerði meðal annars í félagi við Þórhall Gunnarsson, ritstjóra Kastljóssins. --- --- --- Mörkin eru óskýr í fíkniefnaheiminum. Það er bent á nafnkunnan lækni og sagt að hann hafi skrifað upp á dóp fyrir fíkniefnaneytendur. Ég hef fylgst aðeins með þessum manni og sýnst hann yfirleitt hafa gott til málanna að leggja. Hann vinnur með þeim allra veikustu, þeim sem eru taldir verstu úrhrök samfélagsins - geðsjúkum afbrotamönnum. Hvað ef læknir metur það svo að hann sé að bjarga neytanda sem er í afar slæmu ástandi? Fráhvörf geta verið svo slæm að menn geta jafnvel beðið bana. --- --- --- Þá að Byrginu. Menn höfðu trú á því sem no nonsense meðferðarstöð þar sem væri hægt að bjarga þeim sem lengst eru leiddir, þeim sem eru í raun dauðvona. Byrgið fékk mikla peninga í starfsemi sína, pólitíkusar röðuðu sér í pontu á Alþingi til að lýsa hvað það væri mikið hneyksli þegar starfsemin þurfti að flytja frá Rockville. Guðmundur í Byrginu virðist hafa verið mjög lunkinn við að útvega sér fé. Starfsemin naut almennrar hylli - þess vegna vildu menn ekki spyrja óþægilegra spurninga. Maður heyrði af Guðmundi og félögum hans þar sem þeir leituðu uppi fíkla í genjum út um bæinn. Það fannst fólki flott. Það var beinlínis snobbað fyrir Byrginu - ég veit ekki hvort það myndi kallast að snobba niður á við. Annars er svo skrítið með áfengissýkina að hún er að miklu leyti einkavætt mein, ólíkt flestum öðrum sjúkdómum. Þetta stafar meðal annars af því að þeir sem hafa sjúkdóminn en eru óvirkir hafa feiknarlegan áhuga á honum - eru oft með hann á heilanum - og eru kannski líka betri í að fást við hann en til dæmis nýútskrifaðir læknar eða hjúkrunarfræðingar. Því finnst mér vafasamt að gagnrýna Byrgið fyrir að þar hafi verið stunduð afeitrun - þar eru menn sem hafa mikla reynslu í bæði eitrun og afeitrun. Það er líka dálítið vanhugsað þegar menn halda því fram að ekki megi rugla saman trú og meðferð. Nú er það svo að fólk sem fer á stað eins og Byrgið hefur náð algjörum botni. Það á í raun enga von í lífinu. Það þarf eitthvert haldreipi og í mörgum tilvikum hefur trúin reynst vera það eina sem dugir - hið eina sem er nógu kröftugt til að geta keppt við fíknina. Langt leiddur dópisti þarf að undirgangast einhvers konar heilaþvott því líf hans snýst um ekkert annað en eitrið. Það er ekki tilviljun að svo stutt er milli ræsisins og trúfélaga eins og Krossins, Fíladelfíu og Hjálpræðishersins. Þegar menn eru komnir í algjört þrot taka þeir því hjálpræði sem býðst og það er oft að finna í kristindómnum. Þetta er líka í anda kristninnar - dæmisögunnar um týnda sauðinn. --- --- --- Það er svo annað mál hvort Guðmundur hefur farið að setja fram eigin útgáfu af kristininni. Kannski er maðurinn trúvillingur. Um meintan öfuguggahátt forstöðumannsins ætla ég ekki að tjá mig, ef satt er hefur hann misnotað aðstöðu sína og vald gróflega. En fyrir þá sem búa nálægt sollinum í Reykjavík og sjá dópista og vesalinga á hverjum degi fer ekki á milli mála hvað svona starfsemi er mikilvæg.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun