Auglýst eftir efnislegu inntaki! 7. mars 2007 05:00 Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 2003 um að sett verði stjórnarskrárákvæði um „sameign íslensku þjóðarinnar að fiskveiðiauðlindinni" hefur komið til umræðu síðustu daga. Hugmyndina má raunar rekja til laga um fiskveiðistjórn allt frá 1988, en einkum var það álit auðlindanefndar árið 2000 sem gaf henni byr undir báða vængi. Nú er það ekki verkefni lögfræðinga að skipta sér af því hvaða efnisreglur eru settar í stjórnarskrá á hverjum tíma. Það heyrir hins vegar til lögfræði að útfæra stefnumið stjórnmálamanna í lagatexta þannig að tilætluð markmið þeirra náist. Í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á eftirfarandi: Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þ.á m. fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnunum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins. Það sem auðvitað er fyrir mestu er hvernig nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni er háttað. Í krafti almenns lagasetningarvalds (fullveldisréttar) hefur íslenska ríkið það í hendi sér hvaða reglur eru settar um nýtingu á fiskveiðiauðlindinni, eins og kvótakerfið og þróun þess sýnir best. En hvaða réttaráhrif á þá ákvæðið um „sameign þjóðarinnar" að hafa á þessar heimildir löggjafans svo og nýtingarrétt einstaklinga? Af einhverjum ástæðum hefur ekkert skýrt svar komið fram þótt tilefnið hafi lengi verið ærið. Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu eftir pólitískri vild. Slíkt ákvæði gengur því gegn því almenna markmiði laga og stjórnarskrár að skapa frið og öryggi í samfélaginu með skýrum og afdráttarlausum reglum. Það má heita nógu slæmt að „skreyta" stjórnarskrár með ýmsum lagalega marklausum stefnuyfirlýsingum, eins og nú er í tísku víða um lönd. Það keyrir um þverbak þegar setja á í stjórnarskrá ákvæði sem enginn veit hvað þýðir! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 2003 um að sett verði stjórnarskrárákvæði um „sameign íslensku þjóðarinnar að fiskveiðiauðlindinni" hefur komið til umræðu síðustu daga. Hugmyndina má raunar rekja til laga um fiskveiðistjórn allt frá 1988, en einkum var það álit auðlindanefndar árið 2000 sem gaf henni byr undir báða vængi. Nú er það ekki verkefni lögfræðinga að skipta sér af því hvaða efnisreglur eru settar í stjórnarskrá á hverjum tíma. Það heyrir hins vegar til lögfræði að útfæra stefnumið stjórnmálamanna í lagatexta þannig að tilætluð markmið þeirra náist. Í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á eftirfarandi: Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þ.á m. fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnunum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins. Það sem auðvitað er fyrir mestu er hvernig nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni er háttað. Í krafti almenns lagasetningarvalds (fullveldisréttar) hefur íslenska ríkið það í hendi sér hvaða reglur eru settar um nýtingu á fiskveiðiauðlindinni, eins og kvótakerfið og þróun þess sýnir best. En hvaða réttaráhrif á þá ákvæðið um „sameign þjóðarinnar" að hafa á þessar heimildir löggjafans svo og nýtingarrétt einstaklinga? Af einhverjum ástæðum hefur ekkert skýrt svar komið fram þótt tilefnið hafi lengi verið ærið. Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu eftir pólitískri vild. Slíkt ákvæði gengur því gegn því almenna markmiði laga og stjórnarskrár að skapa frið og öryggi í samfélaginu með skýrum og afdráttarlausum reglum. Það má heita nógu slæmt að „skreyta" stjórnarskrár með ýmsum lagalega marklausum stefnuyfirlýsingum, eins og nú er í tísku víða um lönd. Það keyrir um þverbak þegar setja á í stjórnarskrá ákvæði sem enginn veit hvað þýðir! Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar