Í nýju kompaníi 9. júní 2007 06:00 Í þingsetningarræðu sinni lét forseti Íslands þess getið að nú væru þeir allir horfnir af vettvangi sem hefðu verið með honum á þingi. Ég kleip mig í handlegginn til að kanna hvort ég væri ekki þar sem ég var. Eða væri ekki ég. Mundi sem sagt ekki betur en að við Ólafur Ragnar hefðum verið samferða á þingi fyrir margt löngu. En ég fyrirgaf honum gleymskuna enda vorilmur í lofti, heit golan og sólin skein í heiði. Það var bjart yfir þessu öllu og enda þótt þingmennirnir kynnu ekki að ganga í takt og gleymdu að rísa úr sætum þegar forsetinn gekk úr þingsal, þá var samskonar spenna og eftirvænting í öllum sem þarna vorum mættir og mér líka. Jafnvel þótt ég hafi upplifað þetta allt saman mörgum sinnum áður. Auk þess var ég pínulítið stoltur að vera kominn á þing aftur, þrjátiu og sex árum eftir ég settist þar fyrst. Löngu fyrir daga forsetans, svo ég stríði honum obbulítið. Raunar eru þau orðin fjörutíu og sex árin, síðan ég gerðist heimavanur í þinghúsinu. Veturinn 1961-62 var ég þingfréttaritari Vísis og fékk sem slíkur að sitja þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn átti blaðið. Þarna sátu þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson og enn voru á þingi, kappar eins og Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson. Og nú er ég kominn aftur og sat innan um unga og glæsilega nýliðana sem skrifuðu undir eiðstafinn. Sumir þeirra voru ekki einu sinni fæddir þegar ég var sjálfur í þeirra sporum. Og svo heilsaði ég upp á mann og annan, allir voru kátir og kurteisir og manstu gamla daga og svo voru borðaðar pönnukökur á eftir og þetta var eins og að koma aftur heim í heiðardalinn. Nema nú eru komnir farsímar og tölvur og sjónvarpið er ekki lengur svart/hvítt og ég er fulltrúi fyrir annan flokk og vegurinn að heiman er ekki lengur vegurinn heim. Stundum er talað niður til alþingis og kannski eru þingmennirnir sjálfum sér verstir í orðbragði og málæði og svo birtast myndir úr þingsal, þar sem varla sést nokkur maður og almenningur spyr: af hverju er þetta fólk ekki í vinnunni? Það gleymist að láta þess getið að starfið fer ekki alltaf fram í þingsalnum sjálfum eða fyrir opnum tjöldum. Öðru nær. Þingmenn sitja nefndafundi, lesa sig til, mæta hjá hagsmunasamtökum, skrifa ræður eða greinar, hitta kjósendur og þurfa heldur ekki alltaf að vera sýnilegir eða önnum kafnir. Það þarf líka að hugsa. Og vera einn með sjálfum sér. Mynda sér skoðun, hafa hugmyndir, sinna verkefnum, safna hugrekki og þekkingu til að taka afstöðu. Magnús frá Mel sagði mér einu sinni að hann fengi sér alltaf blund um miðjan dag. Þannig fékk hann hvíldina til að láta að sér kveða. Ég hef enn ekki haft vit á því að fara að hans ráðum! Það er líka gaman að líta yfir hópinn á þingi og sjá hvað þar er margt af efnilegu fólki. Í öllum flokkum. Metnaðarfullum, vel menntuðum og vel gerðum einstaklingum. Það er töggur í þessu unga fólki. Það á framtíðina fyrir sér. Ég er ekki að mæla með því að það sitji of lengi, en meðan það er glampi í augum þeirra og fjaðurmagn í göngulaginu, þá er engu að kvíða. Það spjarar sig og verður sjálfum sér og þjóðinni til sóma. Ég er satt að segja undrandi hissa hversu margt fólk nennir ennþá að gegna svona starfi. Vera sífellt í sviðsljósinu og undir mælikeri gagnrýninnar. Eiga á hættu að missa jobbið eftir fjögur ár. Af hverju ekki að setjast í öruggan stól embættismannsins eða þjónustufulltrúans og geta farið heim klukkan fimm? Er það svo eftirsóknarvert að vera sífellt að hafa vit fyrir öðrum, sitja leiðinlega fundi, vera skotspónn háðs og skamma? Vera almenningseign? Og svo gerist það einn daginn að þú hættir og hverfur af sviðinu og situr uppi með það að tuttugu eða þrjátíu árum seinna man sjálfur forsetinn ekki einu sinni eftir því að þú hafir verið þarna. Ekki einu sinni þótt þú komir aftur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Í þingsetningarræðu sinni lét forseti Íslands þess getið að nú væru þeir allir horfnir af vettvangi sem hefðu verið með honum á þingi. Ég kleip mig í handlegginn til að kanna hvort ég væri ekki þar sem ég var. Eða væri ekki ég. Mundi sem sagt ekki betur en að við Ólafur Ragnar hefðum verið samferða á þingi fyrir margt löngu. En ég fyrirgaf honum gleymskuna enda vorilmur í lofti, heit golan og sólin skein í heiði. Það var bjart yfir þessu öllu og enda þótt þingmennirnir kynnu ekki að ganga í takt og gleymdu að rísa úr sætum þegar forsetinn gekk úr þingsal, þá var samskonar spenna og eftirvænting í öllum sem þarna vorum mættir og mér líka. Jafnvel þótt ég hafi upplifað þetta allt saman mörgum sinnum áður. Auk þess var ég pínulítið stoltur að vera kominn á þing aftur, þrjátiu og sex árum eftir ég settist þar fyrst. Löngu fyrir daga forsetans, svo ég stríði honum obbulítið. Raunar eru þau orðin fjörutíu og sex árin, síðan ég gerðist heimavanur í þinghúsinu. Veturinn 1961-62 var ég þingfréttaritari Vísis og fékk sem slíkur að sitja þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn átti blaðið. Þarna sátu þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson og enn voru á þingi, kappar eins og Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson. Og nú er ég kominn aftur og sat innan um unga og glæsilega nýliðana sem skrifuðu undir eiðstafinn. Sumir þeirra voru ekki einu sinni fæddir þegar ég var sjálfur í þeirra sporum. Og svo heilsaði ég upp á mann og annan, allir voru kátir og kurteisir og manstu gamla daga og svo voru borðaðar pönnukökur á eftir og þetta var eins og að koma aftur heim í heiðardalinn. Nema nú eru komnir farsímar og tölvur og sjónvarpið er ekki lengur svart/hvítt og ég er fulltrúi fyrir annan flokk og vegurinn að heiman er ekki lengur vegurinn heim. Stundum er talað niður til alþingis og kannski eru þingmennirnir sjálfum sér verstir í orðbragði og málæði og svo birtast myndir úr þingsal, þar sem varla sést nokkur maður og almenningur spyr: af hverju er þetta fólk ekki í vinnunni? Það gleymist að láta þess getið að starfið fer ekki alltaf fram í þingsalnum sjálfum eða fyrir opnum tjöldum. Öðru nær. Þingmenn sitja nefndafundi, lesa sig til, mæta hjá hagsmunasamtökum, skrifa ræður eða greinar, hitta kjósendur og þurfa heldur ekki alltaf að vera sýnilegir eða önnum kafnir. Það þarf líka að hugsa. Og vera einn með sjálfum sér. Mynda sér skoðun, hafa hugmyndir, sinna verkefnum, safna hugrekki og þekkingu til að taka afstöðu. Magnús frá Mel sagði mér einu sinni að hann fengi sér alltaf blund um miðjan dag. Þannig fékk hann hvíldina til að láta að sér kveða. Ég hef enn ekki haft vit á því að fara að hans ráðum! Það er líka gaman að líta yfir hópinn á þingi og sjá hvað þar er margt af efnilegu fólki. Í öllum flokkum. Metnaðarfullum, vel menntuðum og vel gerðum einstaklingum. Það er töggur í þessu unga fólki. Það á framtíðina fyrir sér. Ég er ekki að mæla með því að það sitji of lengi, en meðan það er glampi í augum þeirra og fjaðurmagn í göngulaginu, þá er engu að kvíða. Það spjarar sig og verður sjálfum sér og þjóðinni til sóma. Ég er satt að segja undrandi hissa hversu margt fólk nennir ennþá að gegna svona starfi. Vera sífellt í sviðsljósinu og undir mælikeri gagnrýninnar. Eiga á hættu að missa jobbið eftir fjögur ár. Af hverju ekki að setjast í öruggan stól embættismannsins eða þjónustufulltrúans og geta farið heim klukkan fimm? Er það svo eftirsóknarvert að vera sífellt að hafa vit fyrir öðrum, sitja leiðinlega fundi, vera skotspónn háðs og skamma? Vera almenningseign? Og svo gerist það einn daginn að þú hættir og hverfur af sviðinu og situr uppi með það að tuttugu eða þrjátíu árum seinna man sjálfur forsetinn ekki einu sinni eftir því að þú hafir verið þarna. Ekki einu sinni þótt þú komir aftur!