Lastaskattar í þágu góðra mála 2. júlí 2007 06:45 Það eru iðjuleysingjar sem spila póker upp á pening. Hinir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir góðan árangur í bridds eða skák eru taldir afreksmenn og njóta velþóknunar. Eitthvað á þessa leið eru ríkjandi staðalímyndir samfélagsins af þeim sem blanda saman keppni og von um gróða auk hinnar ómetanlegu sigurtilfinningar. Tvískinnungurinn er víða. Þeir sem kaupa miða í happadrætti Háskóla Íslands, spila á Lengjunni eða Lottóinu eru ekki litnir hornauga en þeir sem eyða tíma og fjármunum í spilakassa Háskólans eru álitnir undirmálsfólk. Konungur hræsninnar, borgarstjórinn í Reykjavík kemur í veg fyrir opnun spilasalar í Mjódd, en heimilar umyrðalaust tvöföldun sams konar salar við Hlemm og amast ekki við rekstri spilasala annars staðar. Það mátti álíta að aðgerðin í Mjódd væri upphafið að allsherjar prinsippátaki borgarstjóra við að koma spilasölum úr „fjölskylduvænum" hverfum. Þegar upp var staðið var hún ekki annað en þrá eftir því að skora pólitísk stig. Umræðan um fjárhættuspil er þannig full af þversögnum. Ýmsir hafa til dæmis bent á að það sé ósæmandi að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ hagnist á spilakössum sem valdi spilafíkn. Þeir sem eru á þeirri skoðun mættu gjarnan velta fyrir sér hvert hagnaðurinn ætti að fara ef ekki til góðra verka? Rétt er að minna á að auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þar fyrir utan er það að sjálfsögðu til mikillar fyrirmyndar að spilafíklar standa á þennan hátt að nokkru leyti sjálfir straum af kostnaðinum ef þeir þurfa að leita sér meðferðar. Hvort eigi að leyfa tiltekin spil, hvar spilasalir eiga að vera staðsettir er góð og gild umræða. Það er hins vegar barnaskapur að halda að fjárhættuspil leggist af ef þau eru bönnuð eða spilakössum lokað. Von um skjótfenginn gróða heillar alltaf ákveðinn fjölda fólks. Það mun aldrei breytast. Nýstofnað Pókerfélag Íslands þrýstir á rétt manna til að taka þátt í pókermótum þar sem er keppt um peningavinninga. Ekki er eftir neinu að bíða með að taka af skarið um þann rétt. Annað, og ef til vill meira aðkallandi mál, er þó að aðlaga löggjöfina um fjárhættuspil breyttu umhverfi sem fylgir spilamennsku á netinu. Fjölmörg erlend fyrirtæki bjóða upp á pókerspil á netinu og veðmál um íþróttaúrslit. Hagnaðurinn af þeim rekstri rennur ekki til góðra mála á Íslandi. Alþingi bíður að skýra stöðu þeirrar starfsemi sem er á gráu svæði eins og málum er háttað nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Það eru iðjuleysingjar sem spila póker upp á pening. Hinir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir góðan árangur í bridds eða skák eru taldir afreksmenn og njóta velþóknunar. Eitthvað á þessa leið eru ríkjandi staðalímyndir samfélagsins af þeim sem blanda saman keppni og von um gróða auk hinnar ómetanlegu sigurtilfinningar. Tvískinnungurinn er víða. Þeir sem kaupa miða í happadrætti Háskóla Íslands, spila á Lengjunni eða Lottóinu eru ekki litnir hornauga en þeir sem eyða tíma og fjármunum í spilakassa Háskólans eru álitnir undirmálsfólk. Konungur hræsninnar, borgarstjórinn í Reykjavík kemur í veg fyrir opnun spilasalar í Mjódd, en heimilar umyrðalaust tvöföldun sams konar salar við Hlemm og amast ekki við rekstri spilasala annars staðar. Það mátti álíta að aðgerðin í Mjódd væri upphafið að allsherjar prinsippátaki borgarstjóra við að koma spilasölum úr „fjölskylduvænum" hverfum. Þegar upp var staðið var hún ekki annað en þrá eftir því að skora pólitísk stig. Umræðan um fjárhættuspil er þannig full af þversögnum. Ýmsir hafa til dæmis bent á að það sé ósæmandi að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ hagnist á spilakössum sem valdi spilafíkn. Þeir sem eru á þeirri skoðun mættu gjarnan velta fyrir sér hvert hagnaðurinn ætti að fara ef ekki til góðra verka? Rétt er að minna á að auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þar fyrir utan er það að sjálfsögðu til mikillar fyrirmyndar að spilafíklar standa á þennan hátt að nokkru leyti sjálfir straum af kostnaðinum ef þeir þurfa að leita sér meðferðar. Hvort eigi að leyfa tiltekin spil, hvar spilasalir eiga að vera staðsettir er góð og gild umræða. Það er hins vegar barnaskapur að halda að fjárhættuspil leggist af ef þau eru bönnuð eða spilakössum lokað. Von um skjótfenginn gróða heillar alltaf ákveðinn fjölda fólks. Það mun aldrei breytast. Nýstofnað Pókerfélag Íslands þrýstir á rétt manna til að taka þátt í pókermótum þar sem er keppt um peningavinninga. Ekki er eftir neinu að bíða með að taka af skarið um þann rétt. Annað, og ef til vill meira aðkallandi mál, er þó að aðlaga löggjöfina um fjárhættuspil breyttu umhverfi sem fylgir spilamennsku á netinu. Fjölmörg erlend fyrirtæki bjóða upp á pókerspil á netinu og veðmál um íþróttaúrslit. Hagnaðurinn af þeim rekstri rennur ekki til góðra mála á Íslandi. Alþingi bíður að skýra stöðu þeirrar starfsemi sem er á gráu svæði eins og málum er háttað nú.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun