Brýnt er að fjölga líffæragjöfum 17. júlí 2007 06:30 Talsverð umfjöllun hefur verið um líffæragjafir í fjölmiðlum upp á síðkastið og er það fagnaðarefni því þessu mikilvæga málefni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Í umræðunni að undanförnu hefur örlað á þeim misskilningi að Íslendingar séu tregari til að gefa líffæri en flestar aðrar þjóðir. Staðreyndin er sú að fjöldi líffæragjafa á Íslandi er svipaður og í mörgum Evrópulöndum ef undan eru skilin Spánn, Austurríki og Belgía sem eru öðrum löndum fremri á þessu sviði. Þegar við berum okkur saman við önnur lönd er gagnlegt að líta á fjölda líffæragjafa á milljón íbúa. Á árunum 2004-2006 var fjöldi líffæragjafa á Íslandi 13,1 á milljón íbúa á ári að meðaltali og er það meiri fjöldi en í Danmörku en aðeins minni en í Noregi og Svíþjóð. Það er hins vegar rétt sem fram hefur komið að líffæragjafir eru alltof fátíðar hér á landi og deilum við því vandamáli með flestum öðrum þjóðum. Íslensk rannsókn sýndi að 40% aðstandenda látinna einstaklinga höfnuðu líffæragjöf. Þetta háa hlutfall neitunar er svipað því sem þekkist meðal margra annarra þjóða. Til þessa hefur verið unnt að mæta vel þörf íslenskra sjúklinga fyrir líffæraígræðslu, meðal annars vegna drjúgs framlags lifandi nýragjafa. Í framtíðinni má búast við aukinni þörf fyrir líffæri frá látnum gjöfum hér á landi. Því er brýnt að unnið verði að því að fjölga líffæragjöfum. Til að það megi takast þarf samstillt átak með áherslu á umræðu og fræðslu meðal almennings og þjálfun fagaðila sem gegna því erfiða hlutverki að óska eftir líffæragjöf. Einnig er mikilvægt að lögum um brottnám líffæra til ígræðslu verði breytt þannig að í stað ætlaðrar neitunar verði gert ráð fyrir ætluðu samþykki. Hér ættu að vera kjöraðstæður til að gera líffæragjöf að eðlilegum þætti tilverunnar þar sem íslenska þjóðin er fámenn, einsleit, vel upplýst og samheldin. Íslendingar búa við gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem býður upp á öll helstu meðferðarúrræði sem völ er á í baráttu við sjúkdóma, þar á meðal líffæraígræðslur. Þeir sem vilja þiggja ígræðslu líffæris þegar þörf krefur ættu jafnframt að vera reiðubúnir að gefa líffæri sín við andlát. Höfundur er yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Talsverð umfjöllun hefur verið um líffæragjafir í fjölmiðlum upp á síðkastið og er það fagnaðarefni því þessu mikilvæga málefni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Í umræðunni að undanförnu hefur örlað á þeim misskilningi að Íslendingar séu tregari til að gefa líffæri en flestar aðrar þjóðir. Staðreyndin er sú að fjöldi líffæragjafa á Íslandi er svipaður og í mörgum Evrópulöndum ef undan eru skilin Spánn, Austurríki og Belgía sem eru öðrum löndum fremri á þessu sviði. Þegar við berum okkur saman við önnur lönd er gagnlegt að líta á fjölda líffæragjafa á milljón íbúa. Á árunum 2004-2006 var fjöldi líffæragjafa á Íslandi 13,1 á milljón íbúa á ári að meðaltali og er það meiri fjöldi en í Danmörku en aðeins minni en í Noregi og Svíþjóð. Það er hins vegar rétt sem fram hefur komið að líffæragjafir eru alltof fátíðar hér á landi og deilum við því vandamáli með flestum öðrum þjóðum. Íslensk rannsókn sýndi að 40% aðstandenda látinna einstaklinga höfnuðu líffæragjöf. Þetta háa hlutfall neitunar er svipað því sem þekkist meðal margra annarra þjóða. Til þessa hefur verið unnt að mæta vel þörf íslenskra sjúklinga fyrir líffæraígræðslu, meðal annars vegna drjúgs framlags lifandi nýragjafa. Í framtíðinni má búast við aukinni þörf fyrir líffæri frá látnum gjöfum hér á landi. Því er brýnt að unnið verði að því að fjölga líffæragjöfum. Til að það megi takast þarf samstillt átak með áherslu á umræðu og fræðslu meðal almennings og þjálfun fagaðila sem gegna því erfiða hlutverki að óska eftir líffæragjöf. Einnig er mikilvægt að lögum um brottnám líffæra til ígræðslu verði breytt þannig að í stað ætlaðrar neitunar verði gert ráð fyrir ætluðu samþykki. Hér ættu að vera kjöraðstæður til að gera líffæragjöf að eðlilegum þætti tilverunnar þar sem íslenska þjóðin er fámenn, einsleit, vel upplýst og samheldin. Íslendingar búa við gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem býður upp á öll helstu meðferðarúrræði sem völ er á í baráttu við sjúkdóma, þar á meðal líffæraígræðslur. Þeir sem vilja þiggja ígræðslu líffæris þegar þörf krefur ættu jafnframt að vera reiðubúnir að gefa líffæri sín við andlát. Höfundur er yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar