Kæri Hannes! 21. júlí 2007 07:00 Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar